Trump treystir á kosningafundi í aðdraganda kosninga Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2020 10:26 Donald Trump, forseti, vonast til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. AP/Keith Srakocic Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun halda fimm kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í fimm ríkjum í dag. Hann stefnir svo á sjö fundi á morgun, síðasta fulla degi kosningabaráttunnar, og stefnir hann einnig á að halda fundi á þriðjudaginn, kjördag. Forsetinn er að mælast með minna fylgi en Joe Biden, mótframbjóðandi hans, og á minna fé til að verja til auglýsinga. Vonast hann til þess að kosningafundirnir muni hjálpa til við að koma skilaboðum hans til kjósenda. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar eru þó uppi efasemdir um að kosningafundir Trump auki fylgi hans mikið ef eitthvað. Þeir sem mæta á kosningafundi hans eru líklegast að fara að kjósa hann hvort sem er. Trump hefur á undanförnum dögum reynt að teikna upp dökka mynd af Biden og jafnvel gefið í skyn að bóluefni gegn Covid-19 muni ekki líta dagsins ljós ef hann sjálfur verði ekki kosinn aftur. „Þessar kosningar snúast um val á milli Bidenkreppu eða Trumphagvaxtar. Þetta er val á milli Biden útgöngubanns eða öruggs bóluefnis sem endar faraldurinn,“ sagði Trump við stuðningsmenn sína í gær. „Undir Biden verður engin skóli, engin brúðkaup, engar útskriftir. Engin þakkagjörðarhátíð, engin jól, engin fjórði júlí. Ekkert ekkert,“ sagði hann einnig. „Biden mun festa ykkur öll í endalausri martröð ferðatakmarkana,“ sagði Trump síðar. "Under Biden, there will be no school, no graduations, no weddings, no Thanksgiving, no Easter, no Christmas, no Fourth of July, no nothing" -- Trump pic.twitter.com/kBEtF8c6uX— Aaron Rupar (@atrupar) October 31, 2020 Í gær varð ljóst að rúmlega 91 milljón Bandaríkjamanna hafa þegar greitt utankjörfundaratkvæði og þykir það til marks um að kjörsókn verði gífurlega há. Í kosningunum 2016 greiddu 139 milljónir atkvæði og nú er útlit fyrir að töluverður meirihluti kjósenda sé þegar búinn að kjósa. Samkvæmt Washington Post voru fleiri kjósendur Biden og Demókrata sem greiddu atkvæði í gegnum póst en kjósendur Repúblikana hafa verið að gefa þar í og þá sérstaklega í mikilvægum barátturíkjum eins og Flórída, Norður-Karólínu og Georgíu. Í greiningu AP fréttaveitunnar segir að leið Bidens að þeim 270 kjörmönnum sem þurfi til að vinna kosningarnar sé greiðari en leið Trumps, miðað við kannanir. Hans auðveldasta leið væri að vinna öll ríkin sem Hillary Clinton vann árið 2016 og Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin þar að auki. Demókratar höfðu reglulega unnið þau ríki í áratugi, áður en Trump vann þar 2016. Til marks um mikilvægi þessara ríkja hefur framboð Trump varið nærri því þriðjungi alls þess fjármagns sem hefur verið varið í auglýsingar í þeim þremur ríkjum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sakar lækna um að ýkja um faraldurinn til að hagnast. 31. október 2020 14:42
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00
Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“