Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannesson og Elvar Örn Jónsson áttu allir frábæran leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Það var hins vegar aðeins einn sigur sem kom út úr því.
Viktor Gísli Hallgrímsson hafði betur gegn Sveini Jóhannssyni í er lið þeirra GOG og SönderjyskE mættust í dag. Fór það svo að GOG vann leikinn með átta marka mun eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, lokatölur 35-27.
Viktor Gísli átti frábæran leik í marki GOG og varði 11 skot sem gerði um 44 prósent markvörslu. Sveinn átti hins vegar magnaðan leik í liði SønderjyskE og ef samherjar hans hefðu verið með sömu skotnýtingu hefðu þeir ef til vill átt tækifæri í leiknum.
Sveinn skoraði átta mörk úr aðeins níu skotum í dag.
Skjern tapaði með tveggja marka mun á heimavelli er Álaborg kom í heimsókn. Elvar Örn Jónsson átti frábæran leik í liði Skjern, skoraði hann sjö mörk úr aðeins átta skotum. Dugði það því miður ekki til, lokatölur 30-28 Álaborg í vil.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar liðsins.
Álaborg er sem fyrr á toppi deildarinnar með 19 stg eftir 11 leiki. GOG er þar á eftir með 18 stig og á leik til góða. Þá er SønderjyskE í 9. sæti með níu stig.