Svali mættur aftur til Tenerife: „Sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 11:30 Svali er mættur til Tenerife. Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Svali hefur verið farastjóri á eyjunni og gekk það vel fram að heimsfaraldri. Svali reif alla fjölskylduna út á sínum tíma en þau urðu að flytja aftur heim í vor vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdóminum. „Ég er alsæll í sólinni. Ekki ský á lofti og 24 gráður hér að morgni,“ segir Svali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ein af ástæðunum fyrir því að Tenerife datt út sem ferðamannastaður er þessi sóttkví sem allir þurfa að fara í. Nú voru bæði Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar að gefa út að ef fólk fer til Kanaríeyja þá þarf það ekki í sóttkví þegar það kemur heim af því að eyjarnar eru með svo lágt smithlutfall. Hér er það um 22 á hverja hundrað og þar af leiðandi ekki hættusvæði,“ segir Svali en ferðamenn sem mæta til Tenerife þurfa að fara í skimun eftir 5. nóvember. „Núna vilja þeir að Bretar sýni fram á það að þeir séu ósmitaðir þegar þeir koma en það á ekki við um Íslendinga,“ segir Svali og bætir við að það hafi ekki verið svo mikið mál að koma sér yfir til Tenerife frá Íslandi. „Þú getur flogið yfir til Bretlands frá Íslandi með nokkrum flugfélögum. Ég fór til að mynda með Easy Jet yfir til Manchester og beið þar í fjóra tíma og þaðan áfram suður eftir,“ segir Svali en fyrir flugtak varð hann að fylla út rafrænt eyðublað til að sýna fram að á að hann sé heilsuhraustur og gefa upp allar upplýsingar svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann segir að á Tenerife sé ekkert útgöngubann. „Allar Kanaríeyjarnar eru undanskildar útgöngubanni sem er á Spáni núna og það er ákveðin yfirlýst stefna að þeir ætli að reyna halda því þannig á Kanaríeyjunum eins og hægt er. Það er erfitt að segja hvað verður. Það er allt opið hér en sumir eru með lokað því það er ekki það mikill fjöldi hérna. En þú getur farið í bæinn og farið á veitingastaði og svona. Vorum einmitt að tala um það í gær að maður hefur sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna.“ Hér að neðan má hlusta á spjallið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Lífið Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira