Starfsmenn settir í að tryggja tvo metra í langri röð fyrir utan Partýbúðina Sylvía Hall skrifar 29. október 2020 18:34 Löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Vísir/Þórdís Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“ Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Tveir starfsmenn voru settir í það að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli fólks þegar löng röð myndaðist fyrir utan Partýbúðina síðdegis í dag. Verslunarstjóri búðarinnar segir ljóst að áhugi landsmanna á hrekkjavökunni sé mikill þetta árið. „Við áttuðum okkur ekki alveg á því hversu löng röðin væri fyrir utan, við erum mjög dugleg hérna inni. Það eru komnir tveir í að halda tveggja metra reglunni úti líka,“ segir Valgerður María Gunnarsdóttir verslunarstjóri í samtali við Vísi. Gagnrýni hafði verið birt á samfélagsmiðlum vegna raðarinnar þar sem ljóst þótti að tveggja metra reglan var ekki virt. Strangar sóttvarnareglur hafa verið í gildi í búðinni undanfarnar vikur, líkt og í samfélaginu öllu, enda sífellt fleiri sem kjósa að halda upp á hrekkjavökuna. Þannig fær enginn að koma inn nema með grímu og öllum gert að spritta sig áður en gengið er inn að sögn Valgerðar. „Svo er bara labbað eftir línum. Þú getur ekkert farið um búðina eins og þú vilt, þú verður að elta þína línu. Við reynum að passa upp á allt hérna.“ Meiri fjölskylduhátíð í ár Valgerður ræddi áhuga landsmanna á hrekkjavökunni í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði hátíðina fram að þessu hafa verið bæði fyrir börn og fullorðna. Í ár sé þetta meiri fjölskylduhátíð en áður. „Núna sýnist okkur að það verði einblínt á fjölskylduna. Það er verið að gera eitthvað fyrir krakkana heima. Fólk er að taka þessu mjög alvarlega,“ sagði Valgerður, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvatti landsmenn í gær til þess að halda upp á hátíðina heima fyrir. Þannig eru það ekki einungis grasker sem virðast rjúka út úr verslunum um þessar mundir, heldur einnig óhugnanlegt skraut og fleira drungalegt í anda hrekkjavökunnar. Gluggaskraut er sérstaklega vinsælt að sögn Valgerðar, en það sé í takt við þróun síðustu ára. „Undanfarin ár hefur verið rosaleg aukning á milli ára.“
Hrekkjavaka Reykjavík síðdegis Reykjavík Verslun Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira