Sagðist myndu skera hann í búta ef hann héldi ekki höndunum á stýrinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2020 13:25 Parið var í bíl sínum í Sólheimum á móti Langholtskirkju þegar mennirnir komu aðvífandi. Vísir/Vilhelm Ungt par sem lenti í vopnuðu ráni í Sólheimum á móti Langholtskirkju í gærkvöldi er í áfalli eftir árásina. Maðurinn lýsir því að tveir grímuklæddir menn hafi ráðist inn í bíl þeirra og veitt sér mikla áverka. Þá hafi þeir rifið af honum skart, stolið af honum fötunum og hirt allt sem hönd á festi úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar en tilkynnt var um ránið klukkan 20:20 í gær. Í kjölfarið var lýst eftir tveimur mönnum, sem taldir eru hafa staðið á bak við verknaðinn. Patrekur Máni er einn þeirra sem varð fyrir árás mannanna í gær. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi farið ásamt kærustu sinni að hitta vin hans í gærkvöldi. Þau hafi komið í Sólheima og vinurinn sest inn í bílinn hjá þeim. Patrekur segir að ekki hafi liðið nema tvær til þrjár mínútur þar til tveir menn ruddust inn í bílinn, hvor um sínar afturdyr. „Svo spyr ég hvað sé í gangi og þá kemur annar gæinn út úr aftursætinu og opnar mínar dyr í bílstjórasætinu. Ýtir mér upp við hauspúðann, setur hníf upp að hálsinum og segir: gefðu mér allt sem þú átt,“ segir Patrekur Máni. „Hann þrýstir hnífnum hæfilega fast upp að hálsinum á mér. Og þrýsti alltaf fastar og fastar ef ég sleppti höndunum af stýrinu. Hann sagði að hann myndi skera mig í búta ef ég hefði ekki báðar hendur á stýrinu allan tímann. Á meðan hann gerði það hélt sá sem var aftur í utan um hauspúðann minn og barði mig á fullu. Hann náði höggi í andlitið á mér en ég sneri mér við og var að verja andlitið á mér en fékk högg aftan í hausinn og er með blæðingar þar.“ Gerði hlé á barsmíðum til að tæma bílinn Patrekur Máni segir að á einhverjum tímapunkti hafi kærasta hans verið dregin út úr bílnum en komist undan. Hún hafi hlaupið í átt að Ísbúð Huppu í leit að hjálp. Vinurinn hafi einnig náð að forða sér. „Á meðan heldur maðurinn á hníf og öskrar á mig og ég er laminn og laminn. Sá sem sá um barsmíðarnar tæmdi úr bílnum á meðan hann var ekki að lemja mig,“ segir Patrekur Máni. Hann lýsir því að maðurinn hafi fundið skókassa í bílnum sem hann hafi notað undir alla lausamuni sem hann sá. „Hann fann poka með barnafötum sem mamma mín á, fyrir tugi þúsunda. Þeir tóku allt sem hægt var að taka. Þeir rifu af mér allt skart en náðu reyndar ekki keðju sem ég er með utan um úlnliðinn. Hún er svo sterk að þeir náðu ekki að rykkja henni í burtu en stútuðu á mér úlnliðnum í staðinn, hann er illa tognaður. Og svo er ég með áverka á hálsi eftir að þeir slitu keðju af mér þar,“ segir Patrekur Máni. Stóð eftir ber að ofan á sokkaleistunum Þá hafi mennirnir látið hann klæða sig úr skónum og hettupeysunni sem hann var í. Að því loknu hafi þeir hlaupið í burtu, „með stútfullt fangið, gátu varla haldið á þessu öllu“. „Ég var eftir á sokkaleistunum ber að ofan. Þeir tóku bíllykla með húslyklum og lyklum að vinnunni minni, þannig að þeir skildu mig eftir strandaðan,“ segir Patrekur Máni. Hann bankaði upp á í nærliggjandi húsi og fékk að hringja á lögreglu. Húsráðendur, sem Patrekur Máni segir að hafi skiljanlega verið skelkaðir þegar hann bar að garði, lánuðu honum auk þess jakka og gáfu honum vatn að drekka. Lögregla kom á staðinn nokkrum mínútum síðar og Patrekur Máni var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Eins og í amerískri bíómynd Hann kveðst hafa hlotið talsverða áverka í árásinni; a.m.k. eitt rifbein hafi brákast, líklega fengið heilahristing, blæðingar aftan á höfði, úlnliður mikið tognaður og hlotið mikla áverka fyrir ofan annað augað. „Ég veit ekki hverjir þetta voru nákvæmlega. Ég er með grun hér og þar en get ekki staðfest neitt því þeir voru grímuklæddir með svartar hettur. En ég held að þeir hafi verið á mínum aldri,“ segir Patrekur Máni, sem telur árásina hafa beinst persónulega gegn sér. „Ég skulda samt engum og ekkert svoleiðis í gangi. Þannig að mér fannst þetta rosalega skrýtið. Af hverju ég?“ Patrekur Máni segir hann og kærustu hans mjög eftir sig eftir árásina. Hún hafi verið mikið áfall fyrir þau. „Þetta er eins og mamma kærustunnar minnar sagði, svolítið eins og í amerískri bíómynd. En það situr mikið eftir. Hnútur í maga og andlegir erfiðleikar. Við sváfum rosalega lítið í nótt. Það er lítið annað sem maður er að hugsa um akkúrat núna. En lögregla og sjúkraflutningamenn voru mjög hjálpsamir, ég er mjög þakklátur fyrir það.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Ungt par sem lenti í vopnuðu ráni í Sólheimum á móti Langholtskirkju í gærkvöldi er í áfalli eftir árásina. Maðurinn lýsir því að tveir grímuklæddir menn hafi ráðist inn í bíl þeirra og veitt sér mikla áverka. Þá hafi þeir rifið af honum skart, stolið af honum fötunum og hirt allt sem hönd á festi úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar en tilkynnt var um ránið klukkan 20:20 í gær. Í kjölfarið var lýst eftir tveimur mönnum, sem taldir eru hafa staðið á bak við verknaðinn. Patrekur Máni er einn þeirra sem varð fyrir árás mannanna í gær. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi farið ásamt kærustu sinni að hitta vin hans í gærkvöldi. Þau hafi komið í Sólheima og vinurinn sest inn í bílinn hjá þeim. Patrekur segir að ekki hafi liðið nema tvær til þrjár mínútur þar til tveir menn ruddust inn í bílinn, hvor um sínar afturdyr. „Svo spyr ég hvað sé í gangi og þá kemur annar gæinn út úr aftursætinu og opnar mínar dyr í bílstjórasætinu. Ýtir mér upp við hauspúðann, setur hníf upp að hálsinum og segir: gefðu mér allt sem þú átt,“ segir Patrekur Máni. „Hann þrýstir hnífnum hæfilega fast upp að hálsinum á mér. Og þrýsti alltaf fastar og fastar ef ég sleppti höndunum af stýrinu. Hann sagði að hann myndi skera mig í búta ef ég hefði ekki báðar hendur á stýrinu allan tímann. Á meðan hann gerði það hélt sá sem var aftur í utan um hauspúðann minn og barði mig á fullu. Hann náði höggi í andlitið á mér en ég sneri mér við og var að verja andlitið á mér en fékk högg aftan í hausinn og er með blæðingar þar.“ Gerði hlé á barsmíðum til að tæma bílinn Patrekur Máni segir að á einhverjum tímapunkti hafi kærasta hans verið dregin út úr bílnum en komist undan. Hún hafi hlaupið í átt að Ísbúð Huppu í leit að hjálp. Vinurinn hafi einnig náð að forða sér. „Á meðan heldur maðurinn á hníf og öskrar á mig og ég er laminn og laminn. Sá sem sá um barsmíðarnar tæmdi úr bílnum á meðan hann var ekki að lemja mig,“ segir Patrekur Máni. Hann lýsir því að maðurinn hafi fundið skókassa í bílnum sem hann hafi notað undir alla lausamuni sem hann sá. „Hann fann poka með barnafötum sem mamma mín á, fyrir tugi þúsunda. Þeir tóku allt sem hægt var að taka. Þeir rifu af mér allt skart en náðu reyndar ekki keðju sem ég er með utan um úlnliðinn. Hún er svo sterk að þeir náðu ekki að rykkja henni í burtu en stútuðu á mér úlnliðnum í staðinn, hann er illa tognaður. Og svo er ég með áverka á hálsi eftir að þeir slitu keðju af mér þar,“ segir Patrekur Máni. Stóð eftir ber að ofan á sokkaleistunum Þá hafi mennirnir látið hann klæða sig úr skónum og hettupeysunni sem hann var í. Að því loknu hafi þeir hlaupið í burtu, „með stútfullt fangið, gátu varla haldið á þessu öllu“. „Ég var eftir á sokkaleistunum ber að ofan. Þeir tóku bíllykla með húslyklum og lyklum að vinnunni minni, þannig að þeir skildu mig eftir strandaðan,“ segir Patrekur Máni. Hann bankaði upp á í nærliggjandi húsi og fékk að hringja á lögreglu. Húsráðendur, sem Patrekur Máni segir að hafi skiljanlega verið skelkaðir þegar hann bar að garði, lánuðu honum auk þess jakka og gáfu honum vatn að drekka. Lögregla kom á staðinn nokkrum mínútum síðar og Patrekur Máni var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Eins og í amerískri bíómynd Hann kveðst hafa hlotið talsverða áverka í árásinni; a.m.k. eitt rifbein hafi brákast, líklega fengið heilahristing, blæðingar aftan á höfði, úlnliður mikið tognaður og hlotið mikla áverka fyrir ofan annað augað. „Ég veit ekki hverjir þetta voru nákvæmlega. Ég er með grun hér og þar en get ekki staðfest neitt því þeir voru grímuklæddir með svartar hettur. En ég held að þeir hafi verið á mínum aldri,“ segir Patrekur Máni, sem telur árásina hafa beinst persónulega gegn sér. „Ég skulda samt engum og ekkert svoleiðis í gangi. Þannig að mér fannst þetta rosalega skrýtið. Af hverju ég?“ Patrekur Máni segir hann og kærustu hans mjög eftir sig eftir árásina. Hún hafi verið mikið áfall fyrir þau. „Þetta er eins og mamma kærustunnar minnar sagði, svolítið eins og í amerískri bíómynd. En það situr mikið eftir. Hnútur í maga og andlegir erfiðleikar. Við sváfum rosalega lítið í nótt. Það er lítið annað sem maður er að hugsa um akkúrat núna. En lögregla og sjúkraflutningamenn voru mjög hjálpsamir, ég er mjög þakklátur fyrir það.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira