Æskilegt að samræma aðferðafræði við opnun og lokun landamæra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. október 2020 12:53 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Utanríkisráðherra segir æskilegt að Norðurlöndin sammælist um aðferðarfræði við opnun og lokun landamæra í faraldrinum. Spenna hafi myndast á milli landanna. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra fundaði í gær með norrænum utanríkisráðherrum í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hefur farið fram í vikunni. Hann segir mikinn samhljóm meðal ráðherranna um skýrslu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, um öryggis- og varnarmál. Unnið sé nú að því undir forrystu Dana að finna leiðir til að framkvæma tillögurnar sem þar koma fram. Mikil og aukin áhersla sé nú lögð á málaflokkinn. „Sem dæmi hafa vinir okkar Svíar verið að auka mjög framlög sín til varnarmála, þeir eru að auka framlög sín um 40% á næstu árum,“ segir Guðlaugur. „Það sem stendur upp úr núna eru sérstaklega netöryggismálin. Það eru ekki bara þessi hefðbundu varnarmál sem við þekkjum sem er lögð mikil áhersla á. Netöryggis og fjölþáttaógnir eru eitthvað sem við erum öll að eiga við á Norðurlöndunum og það er mikilvægt að við vinnum saman á þeim vettvangi.“ Utanríkisráðherra segir brotalamir hafa verið í samstarfi Norðurlandanna um opnun og landamæra. Guðlaugur segir samvinnu Norðurlandanna hafa gengið mjög vel að hluta í faraldrinum. „Það gekk einstaklega vel þegar við vorum við vinna saman að því að fá Norðurlandabúa heim. Þá unnum við Norðurlöndin sem einn maður. En hins vegar hefur sumt ekki gengið jafn vel. Sérstaklega þegar kemur að samstarfi varðandi opnun og lokun. Það hafa verið brotalamir þar sem við höfum rætt mjög hreinskilnislega og vonandi getum við lært mikið af því.“ Æskilegast væri að löndin sammælist um aðferðarfræði. „Og það hefur tekist að hluta. En því miður hafa orðið þar brotalamir. Og við alveg orðið meðvituð um það að það hefur orðið ákveðin spenna á milli landanna vegna þessa. Samstarf verður líka að virka þegar eitthvað bjátar á. Þetta hefur sannarlega reynt mjög á þjóðfélög og samstarf ríkja,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira