„Franska afbrigðið“ virðist meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2020 12:08 Alma Möller, landlæknir, ítrekaði mikilvægi þess að allir hugi vel að sóttvörnum og forðist hópamyndun á upplýsingafundi í dag. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Svo virðist sem það afbrigði kórónuveirunnar sem kom inn til landsins með tveimur frönskum ferðamönnum í ágúst sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar sem greinst hafa hér á landi. Þetta sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hún sagði smitstuðulinn benda til þessa auk raðgreiningar erlendis frá. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ræddi þetta einnig í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að svo virtist sem þetta afbrigði veirunnar væri óvanalega smitandi. Það hefði þó ekki enn verið sannað en þetta tiltekna afbrigði veirunnar hefur valdið yfirstandandi bylgju faraldursins hérlendis. Landlæknir lagði áherslu á það í máli sínu á upplýsingafundi í dag að allir tækju sig á í smitvörnum. Það þyrfti að þvo hendurnar með sápu í tuttugu sekúndur, spritta hendur eða þvo þær áður en komið væri við sameiginlega snertifleti og líka spritta eftir að hafa snert slíka fleti. Þá benti Alma sérstaklega á stigaganga fjölbýlishúsa og nauðsyn þess að þrífa þá og sameiginlega snertifleti þar. Fólk ætti að forðast að vera með hendur í andlitinu því veiran ætti þá greiða leið inn í líkamann í gegnum augu, nef og/eða munn. Einnig væri mikilvægt virða tveggja metra regluna, nota grímu þegar við á og forðast hópamyndun. „Við þurfum eiginlega að þétta okkar innsta hring meðan veiran gengur svona. Þetta er auðvitað sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem tilheyra áhættuhópum. Síðan verður ekki nægilega oft sagt að við eigum að vera heima ef við erum með einkenni sem geta samræmst Covid. Þá eigum við að sækjast eftir sýnatöku og vera heima þangað til að svar um að við séum ekki með Covid liggur fyrir,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira