Gullleitarleyfi í Þormóðsdal selt til Kanada Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2020 07:01 Frá Þormóðsdal þar sem leyfi er til leitar að gulli og öðrum málum. Svæðið er á landi Mosfellsbæjar sem hugnast ekki boranir þar. Vísir/Vilhelm Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að leitar- og rannsóknarleyfi fyrir gullleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi. Tilkynnt var um kaup St-Georges Eco-Mining Corp., kanadísks námufyrirtækis, á íslenska einkahlutafélaginu Melmi til kanadísku kauphallarinnar á mánudag. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, forseti St-Georges og framkvæmdastjóri Iceland Resources.St-Georges Eco-Mining Forseti og einn eigenda St-Georges er Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources, íslensks félags með tvö leyfi til málmleitar hér á landi. Vilhjálmur hefur verið viðriðinn leit að góðmálmum á Íslandi undanfarin ár. Melmi ehf. hefur verið handhafi leitar- og rannsóknarleyfis frá Orkustofnun fyrir leit að gulli og öðrum málmum í Þormóðsdal. Leyfið gildir til 1. júlí árið 2023. Melmi var í 100% eigu Málmís, einkahlutafélags sem hefur verið í eigu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslenskra orkurannsókna (ISOR) og þriggja einstaklinga, að sögn Reinhards Reynissonar, stjórnarformanns Málmís. Reiðufé og skuldabréf Hann segir að St-Georges greiði fyrir Melmi með reiðufé annars vegar og hins vegar með skuldabréfi með breytirétt í hlutabréf í kanadíska félaginu. Sá réttur gildi til tveggja til þriggja ára. „IR mun stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefnanna á Íslandi. Félagið stefnir að því að vinna umhverfisvænasta og samfélagslega ábyrgasta gull í heiminum,“ segir Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um aðkomu Iceland Resources að leit og rannsóknum hér á landi eftir kaup St-Georges á Melmi. Frá Þormóðsdal í landi Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þurfa blessun Orkustofnunar fyrir framsali leyfisins Eftir kaup St-Georges á Melmi er það handhafi allra leitar- og rannsóknarleyfa vegna málms sem eru í gildi á Íslandi. Auk Þormóðsdalssvæðisins er Iceland Resources með leyfi til leitar og rannsóknar á Tröllaskaga annars vegar og í Vopnafirði og við Héraðsflóa hins vegar. Síðarnefndu leyfin gilda til 2022 og 2021. Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources. Að sögn Þórdísar Bjarkar, forstjóra Iceland Resources, hefur félagið að auki lagt fram umsóknir til Orkustofnunar um leyfi til rannsóknar á sex öðrum svæðum á Íslandi. Melmi sé með sjö umsóknir útistandandi hjá Orkustofnun til viðbótar. Í skriflegu svari sínu segir hún að Iceland Resources hafi verið við rannsóknir á Vopnafirði, Tröllaskaga og Þormóðsdal undanfarin misseri og að sýni hafi verið send til rannsóknarstofa á Írlandi. Beðið sé niðurstaðna úr þeim. Engin tilkynning um eigendaskipti á Melmi hefur þó borist Orkustofnun. Í leitar- og rannsóknarleyfum eru ákvæði um að þau verði ekki framseld eða sett til tryggingar fjárskuldbindinga nema með leyfi stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar eru engin ákvæði í leyfunum eða í auðlindalögum um að leyfishafi rannsóknarleyfa verði að vera skráður á Íslandi. Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís. Lítið sem ekkert gerst í Þormóðsdalnum Reinhard, stjórnarformaður Málmís, og Hallgrímur Jónasson, stjórnarformaður Melmis, segja aftur á móti báðir að lítið sem ekkert hafi gerst í Þormóðsdal frá því að Orkustofnun veitti leyfi til rannsókna þar. Í grein á vefsíðu Iceland Resources segir að félagið hafi gengið inn í samstarfssamning Melmi og Málmís um verkefnið í Þormálsdal. Reinhard segir það samstarf aldrei hafa farið af stað. Þess í stað hafi það þróast í þá átt að Iceland Resources tæki verkefnið yfir með kaupunum nú. „Það hefur ekkert gerst í Þormóðsdalnum fram að þessu,“ segir Reinhard. Hallgrímur, stjórnarformaður Melmis og einn þriggja einstaklinga sem eiga hlut í Málmís, segir samninginn við Iceland Resources hafa gengið út á að síðarnefnda félagið fengi að vinna í Þormóðsdal út á rannsóknaleyfi Melmis. „Það var til samningur um það en hann var í rauninni aldrei uppfylltur fyllilega. Þeir höfðu lagt í ákveðna vinnu þar en núna eiga þau bara félagið með þessu leyfi,“ segir hann. Hallgrímur Jónasson, stjórnarformaður Melmis.Rannís Andstaða bæjarins við boranir Ekkert hefur þó þokast í rannsóknum í Þormóðsdal undanfarið, að sögn Hallgríms. Einu rannsóknirnar sem honum sé kunnugt um hafi verið minniháttar stúdentaverkefni við þýskan og svissneskan háskóla í fyrra. Rekur hann athafnaleysið til andstöðu yfirvalda í Mosfellsbæ við að borað verði á Esjusvæðinu. „Það er mjög lítið í gangi. Mosfellsbær hefur lagst gegn því að veita leyfi til borunar. Ég held að það sé meginástæðan,“ segir Hallgrímur. Auk þess hafi Orkustofnun nú verið með umsóknir um önnur rannsóknaleyfi til umfjöllunar í um tvö ár. „Við seldum allavegana, það segir eitthvað,“ segir Hallgrímur, spurður að því hvort að menn telji raunhæfa möguleika á að vinna gull í Þormóðsdal ef leyfi fást til þess. Aðgerðaleysið var ástæða þess að Orkustofnun synjaði Melmi um endurnýjun á leitar- og rannsóknarleyfi á átta öðrum svæðum fyrir tveimur árum. Vísaði stofnunin til þess að ekki lægi fyrir leitar- og fjármögnunaráætlanir fyrir svæðin. Áður hafði stofnunin lagt umsóknir Melmis um endurnýjun leyfa tímabundið til hliðar eftir að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar synjaði Iceland Resources um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana og skurðgraftar í Þormóðsdal árið 2016 og 2017. Leitar- og rannsóknarleyfi vegna málma í Þormóðsdal var fyrst gefið út árið 2004. Orkustofnun endurnýjaði leyfið árið 2018 og gildir það til 2023. Stofnunin þarf að samþykkja að leyfið verði framselt til kanadíska félagsins St-Georges.Vísir/Vilhelm Úr kappakstri í gullleit Hugmyndir um gullleit og vinnslu á Íslandi eru nú orðnar nokkurra áratuga gamlar. Stofnuð hafa verið nokkur félög sem hafa kannað möguleikann á rannsóknum á þeim tíma en í seinni tíð hafa það verið Melmi og Iceland Resources sem hafa haft til þess leyfi. Vilhjálmur Þór kom fyrst að gullleitarverkefnum sem framkvæmdastjóri North Atlantic Mining Associates ehf sem starfaði fyrir Melmi, að því er kom fram í frétt DV árið 2017. Það félag hafi verið úrskurðað gjaldþrota árið 2014. Um svipað leyti sótti Vilhjálmur Þór um rannsóknaleyfi fyrir hönd félagsins Iceland Resources. RÚV sagði að engar eignir hefðu fundist í búi North Atlantic upp í kröfur sem hljóðuðu upp á 65 milljónir króna. DV sagði frá skrautlegri viðskiptasögu Vilhjálms Þórs og föður hans, Vilhjálms Kristins Eyjólfssonar, fyrir þremur árum. Feðgarnir voru í forsvari fyrir nokkur verktakafyrirtæki á Suðurnesjum sem urðu gjaldþrota á áratugunum fyrir og eftir aldamót. Eitt verkefna þeirra var lagning kappakstursbrautar á Reykjanesi sem átti að geta tekið við stærstu akstursíþróttamótaröðum í heimi. Ekkert varð úr framkvæmdum við kappakstursbraut í fremstu röð en félag feðganna utan um það verkefni, Iceland Motopark ehf., breytti um nafn árið 2014 og varð að Iceland Resources. Árið 2017 keypti St-Georges í Kanada Iceland Resources. Í svari Þórdísar Bjarkar, forstjóra Iceland Resources, kemur fram að Vilhjálmur Þór sé á meðal eigenda St-Georges og hafi setið í stjórn þess frá kaupunum í mars 2017. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þess frá ágúst 2018. Þegar Vísir sendi fyrirspurn í gegnum vefsíðu St-Georges í Kanada svaraði Vilhjálmur Þór og vísaði á Þórdísi Björk. Mark Billings, sem er titlaður stjórnarformaður St-Georges, svaraði ekki skriflegri fyrirspurn Vísis um aðkomu kanadíska félagsins að málmleit á Íslandi. Mosfellsbær Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Námufélag sem er skráð í Kanada en er í hlutaeigu Íslendings hefur keypt einkahlutafélag sem var handhafi að leitar- og rannsóknarleyfi fyrir gullleit í Þormóðsdal í Mosfellsbæ. Íslenskt dótturfélag þess er sagt eiga að stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefna þess á Íslandi. Tilkynnt var um kaup St-Georges Eco-Mining Corp., kanadísks námufyrirtækis, á íslenska einkahlutafélaginu Melmi til kanadísku kauphallarinnar á mánudag. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, forseti St-Georges og framkvæmdastjóri Iceland Resources.St-Georges Eco-Mining Forseti og einn eigenda St-Georges er Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður Iceland Resources, íslensks félags með tvö leyfi til málmleitar hér á landi. Vilhjálmur hefur verið viðriðinn leit að góðmálmum á Íslandi undanfarin ár. Melmi ehf. hefur verið handhafi leitar- og rannsóknarleyfis frá Orkustofnun fyrir leit að gulli og öðrum málmum í Þormóðsdal. Leyfið gildir til 1. júlí árið 2023. Melmi var í 100% eigu Málmís, einkahlutafélags sem hefur verið í eigu Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslenskra orkurannsókna (ISOR) og þriggja einstaklinga, að sögn Reinhards Reynissonar, stjórnarformanns Málmís. Reiðufé og skuldabréf Hann segir að St-Georges greiði fyrir Melmi með reiðufé annars vegar og hins vegar með skuldabréfi með breytirétt í hlutabréf í kanadíska félaginu. Sá réttur gildi til tveggja til þriggja ára. „IR mun stýra rannsóknar- og þróunarstarfi verkefnanna á Íslandi. Félagið stefnir að því að vinna umhverfisvænasta og samfélagslega ábyrgasta gull í heiminum,“ segir Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um aðkomu Iceland Resources að leit og rannsóknum hér á landi eftir kaup St-Georges á Melmi. Frá Þormóðsdal í landi Mosfellsbæjar.Vísir/Vilhelm Þurfa blessun Orkustofnunar fyrir framsali leyfisins Eftir kaup St-Georges á Melmi er það handhafi allra leitar- og rannsóknarleyfa vegna málms sem eru í gildi á Íslandi. Auk Þormóðsdalssvæðisins er Iceland Resources með leyfi til leitar og rannsóknar á Tröllaskaga annars vegar og í Vopnafirði og við Héraðsflóa hins vegar. Síðarnefndu leyfin gilda til 2022 og 2021. Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir, forstjóri Iceland Resources. Að sögn Þórdísar Bjarkar, forstjóra Iceland Resources, hefur félagið að auki lagt fram umsóknir til Orkustofnunar um leyfi til rannsóknar á sex öðrum svæðum á Íslandi. Melmi sé með sjö umsóknir útistandandi hjá Orkustofnun til viðbótar. Í skriflegu svari sínu segir hún að Iceland Resources hafi verið við rannsóknir á Vopnafirði, Tröllaskaga og Þormóðsdal undanfarin misseri og að sýni hafi verið send til rannsóknarstofa á Írlandi. Beðið sé niðurstaðna úr þeim. Engin tilkynning um eigendaskipti á Melmi hefur þó borist Orkustofnun. Í leitar- og rannsóknarleyfum eru ákvæði um að þau verði ekki framseld eða sett til tryggingar fjárskuldbindinga nema með leyfi stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar eru engin ákvæði í leyfunum eða í auðlindalögum um að leyfishafi rannsóknarleyfa verði að vera skráður á Íslandi. Reinhard Reynisson, stjórnarformaður Málmís. Lítið sem ekkert gerst í Þormóðsdalnum Reinhard, stjórnarformaður Málmís, og Hallgrímur Jónasson, stjórnarformaður Melmis, segja aftur á móti báðir að lítið sem ekkert hafi gerst í Þormóðsdal frá því að Orkustofnun veitti leyfi til rannsókna þar. Í grein á vefsíðu Iceland Resources segir að félagið hafi gengið inn í samstarfssamning Melmi og Málmís um verkefnið í Þormálsdal. Reinhard segir það samstarf aldrei hafa farið af stað. Þess í stað hafi það þróast í þá átt að Iceland Resources tæki verkefnið yfir með kaupunum nú. „Það hefur ekkert gerst í Þormóðsdalnum fram að þessu,“ segir Reinhard. Hallgrímur, stjórnarformaður Melmis og einn þriggja einstaklinga sem eiga hlut í Málmís, segir samninginn við Iceland Resources hafa gengið út á að síðarnefnda félagið fengi að vinna í Þormóðsdal út á rannsóknaleyfi Melmis. „Það var til samningur um það en hann var í rauninni aldrei uppfylltur fyllilega. Þeir höfðu lagt í ákveðna vinnu þar en núna eiga þau bara félagið með þessu leyfi,“ segir hann. Hallgrímur Jónasson, stjórnarformaður Melmis.Rannís Andstaða bæjarins við boranir Ekkert hefur þó þokast í rannsóknum í Þormóðsdal undanfarið, að sögn Hallgríms. Einu rannsóknirnar sem honum sé kunnugt um hafi verið minniháttar stúdentaverkefni við þýskan og svissneskan háskóla í fyrra. Rekur hann athafnaleysið til andstöðu yfirvalda í Mosfellsbæ við að borað verði á Esjusvæðinu. „Það er mjög lítið í gangi. Mosfellsbær hefur lagst gegn því að veita leyfi til borunar. Ég held að það sé meginástæðan,“ segir Hallgrímur. Auk þess hafi Orkustofnun nú verið með umsóknir um önnur rannsóknaleyfi til umfjöllunar í um tvö ár. „Við seldum allavegana, það segir eitthvað,“ segir Hallgrímur, spurður að því hvort að menn telji raunhæfa möguleika á að vinna gull í Þormóðsdal ef leyfi fást til þess. Aðgerðaleysið var ástæða þess að Orkustofnun synjaði Melmi um endurnýjun á leitar- og rannsóknarleyfi á átta öðrum svæðum fyrir tveimur árum. Vísaði stofnunin til þess að ekki lægi fyrir leitar- og fjármögnunaráætlanir fyrir svæðin. Áður hafði stofnunin lagt umsóknir Melmis um endurnýjun leyfa tímabundið til hliðar eftir að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar synjaði Iceland Resources um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknaborana og skurðgraftar í Þormóðsdal árið 2016 og 2017. Leitar- og rannsóknarleyfi vegna málma í Þormóðsdal var fyrst gefið út árið 2004. Orkustofnun endurnýjaði leyfið árið 2018 og gildir það til 2023. Stofnunin þarf að samþykkja að leyfið verði framselt til kanadíska félagsins St-Georges.Vísir/Vilhelm Úr kappakstri í gullleit Hugmyndir um gullleit og vinnslu á Íslandi eru nú orðnar nokkurra áratuga gamlar. Stofnuð hafa verið nokkur félög sem hafa kannað möguleikann á rannsóknum á þeim tíma en í seinni tíð hafa það verið Melmi og Iceland Resources sem hafa haft til þess leyfi. Vilhjálmur Þór kom fyrst að gullleitarverkefnum sem framkvæmdastjóri North Atlantic Mining Associates ehf sem starfaði fyrir Melmi, að því er kom fram í frétt DV árið 2017. Það félag hafi verið úrskurðað gjaldþrota árið 2014. Um svipað leyti sótti Vilhjálmur Þór um rannsóknaleyfi fyrir hönd félagsins Iceland Resources. RÚV sagði að engar eignir hefðu fundist í búi North Atlantic upp í kröfur sem hljóðuðu upp á 65 milljónir króna. DV sagði frá skrautlegri viðskiptasögu Vilhjálms Þórs og föður hans, Vilhjálms Kristins Eyjólfssonar, fyrir þremur árum. Feðgarnir voru í forsvari fyrir nokkur verktakafyrirtæki á Suðurnesjum sem urðu gjaldþrota á áratugunum fyrir og eftir aldamót. Eitt verkefna þeirra var lagning kappakstursbrautar á Reykjanesi sem átti að geta tekið við stærstu akstursíþróttamótaröðum í heimi. Ekkert varð úr framkvæmdum við kappakstursbraut í fremstu röð en félag feðganna utan um það verkefni, Iceland Motopark ehf., breytti um nafn árið 2014 og varð að Iceland Resources. Árið 2017 keypti St-Georges í Kanada Iceland Resources. Í svari Þórdísar Bjarkar, forstjóra Iceland Resources, kemur fram að Vilhjálmur Þór sé á meðal eigenda St-Georges og hafi setið í stjórn þess frá kaupunum í mars 2017. Hann hafi verið framkvæmdastjóri þess frá ágúst 2018. Þegar Vísir sendi fyrirspurn í gegnum vefsíðu St-Georges í Kanada svaraði Vilhjálmur Þór og vísaði á Þórdísi Björk. Mark Billings, sem er titlaður stjórnarformaður St-Georges, svaraði ekki skriflegri fyrirspurn Vísis um aðkomu kanadíska félagsins að málmleit á Íslandi.
Mosfellsbær Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira