„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. október 2020 08:31 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sést hér ræða við Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Getty/Win McNamee Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Meadows sagði að stjórnvöld muni ekki ná stjórn á faraldrinum heldur ætli þau að stjórna því að það fáist bóluefni við veirunni, lyf og önnur úrræði. Þessi yfirlýsing Meadows kom á sama tíma og faraldurinn er á uppleið í mörgum ríkjum Bandaríkjanna auk þess sem að minnsta kosti fimm starfsmenn og ráðgjafar Mike Pence, varaforseta, hafa greinst með veiruna. Að því er segir í umfjöllun The Washington Post þá grafa bæði smitin í kringum Pence sem og yfirlýsing Meadows á CNN undan þeirri röksemdafærslu Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, að það sé að takast að snúa baráttunni við kórónuveiruna til betri vegar í Bandaríkjunum. „Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum. Við náum stjórn á þeim staðreyndum að við munum fá bóluefni, lyf og fara í aðrar mótvægisaðgerðir,“ sagði Meadows í viðtalinu á CNN í gær. watch on YouTube Þegar Meadows var spurður í framhaldinu hvers vegna það myndi ekki nást stjórn á faraldrinum sagði hann það vegna þess að um væri að ræða smitandi veiru, alveg eins og flensuna. Hann var þá spurður hvers vegna ekki væri ráðist í aðgerðir til að hefta faraldurinn sagði Meadows að það væri verið að gera það. Hann vék sér síðan ítrekað undan spurningum um ábyrgð Trumps og ríkisstjórnar hans við að hefta útbreiðslu veirunnar, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Meadows hafi ekki mismælt sig Demókratinn Joe Biden, mótframbjóðandi Trumps í forsetakosningunum eftir rúma viku, greip orð Meadows á lofti. Hann sagði að það hefðu ekki verið mismæli hjá Meadows að ekki ætti að ná stjórn á faraldrinum. „Þetta var hreinskilin viðurkenning á stefnu Trumps frá upphafi þessarar krísu: að veifa hvítum fána í uppgjöf og vona að með því að hundsa hann þá myndi veiran hverfa. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast,“ sagði Biden í yfirlýsingu í gær. Þrátt fyrir smit í starfsliði sínu hyggst Pence, varaforseti, ekki fara í sóttkví og gera þannig hlé á kosningabaráttu sinni. Þrír hinna smituðu eru allir nánir samstarfsmenn varaforsetans; Marc Short, starfsmannastjóri hans, Marty Obst, pólitískur ráðgjafi Pence, og Zach Bauer, persónulegur aðstoðarmaður hans. Gróf vanræksla að halda áfram kosningabaráttunni Síðustu daga hefur Pence verið í nánu samneyti við Short en að sögn Devins O‘Malley, talsmanns varaforsetans, fóru varaforsetahjónin bæði í sýnatöku á laugardag og sunnudag og greindust neikvæð. Þá væru þau við góða heilsu. O‘Malley sagði að ákveðið hefði verið „í samráði við læknalið Hvíta hússins“ og í samræmi við leiðbeiningar Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) um nauðsynlega starfsmenn að halda kosningabaráttunni áfram. Leiðbeiningar CDC um nauðsynlega starfsmenn, sem Pence er, kveða á um að þeir sem hafa verið útsettir fyrir smiti skuli fylgjast grannt með einkennum og nota grímu í kringum annað fólk. Smitsjúkdómasérfræðingur sem AP-fréttastofan ræddi við furðaði sig á að Pence ætli að halda áfram kosningabaráttu og ferðalögum. Það væri „gróf vanræksla“. „Þetta er bara móðgun við alla þá sem hafa unnið að lýðheilsu og heilbrigðisaðgerðum. Mér finnst það líka virkilega skaðlegt og virðingarleysi fyrir fólki sem fer á kosningafundina,“ sagði Saskia Popescu frá George Mason-háskóla sem telur að Pence ætti að halda sig heima í fjórtán daga.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent