Covid-19: Dauðsföll, frelsi og hagkvæmni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. október 2020 08:00 Flest allir ættu nú að þekkja til og hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins hvort sem það er í formi skertrar heilsu, tekna, einstaklingsfrelsis eða annars. Þá hefur nú í kjölfar mikillar aukningar smita hérlendis á seinustu dögum verið hert á reglum er varða mannamót, sóttvarnir og hina ýmsu atvinnu-, félags- og íþróttastarfsemi. Í framhaldinu hefur svo verið tekist á um hvernig reglum skuli háttað, hvort vegið sé um of að frelsi þeirra sem ekki eru í sérstökum áhættuhóp og þá hvort það sé réttlætanlegt að setja aðra en sjálfan sig í hættu með glæfralegu framferði og sjálfselsku, ef svo má segja. Lítillega um það að verðleggja mannslíf Það er hálf freistandi að verða tilfinningarökum að bráð og hugsa að ekki sé hægt að meta mannslíf til fjár eða frelsis. Ekki sé hægt að réttlæta það að stofna öðrum í hættu fyrir einhverjar krónur, láta ömmu og afa enda í gröfinni því þú vildir komast í klippingu eða sitja á barnum. En þá gleymist gjarnan að við sem samfélag höfum verðlagt mannslíf á mörgum öðrum sviðum og gerum nánast daglega án þess að hugsa út í það. Einfalt dæmi er að á ári hverju verða umferðarslys þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur með tilheyrandi líkamstjóni og stundum dauða. En við sem samfélag höfum tekið þá afstöðu að með núverandi umferðarkerfi og regluverki séu slík tjón nægilega fá eða skaða lítil þannig að sá ávinningur sem felst í því að leyfa fólki að aka bílum sé þess virði. Þegar við förum út á þá erfiðu braut að verðleggja mannslíf er ágætt að muna að við erum ekki í reynd að reyna finna út hvað margar krónur þurfi að myndast aukalega í hagkerfinu til að við sættum okkur við dauðsfall heldur er nær að spyrja sig að því hvað ein króna töpuð í dag í þeim tilgangi að bjarga mannslífi, t.d. með því að loka vinnustað til að minnka smithættu á Covid-19, kosti okkur í þjáningu annarstaðar (og sama má segja með það að eyða krónu í verkefni A í stað B). Til að tengja aftur við umferðar sýnidæmið þá er einn af kostum þess að nota bifreiðar að sjúkraflutningar og slökkvistarf gengur mun hraðar fyrir sig en ef bílar væru ekki til staðar. Það vegur strax beint á móti dauðsföllum sem verða vegna bíla. Annar og sennilega mikilvægari þáttur er að bílaumferð eykur getu fólks til þess að sækja vinnu, til þess að sækja sér menntun og fleiri þætti sem leiða til verðmætasköpunar, hærra tæknistigs og lífsánægju. Þeir þættir valda því svo að hægt er að bjarga mannslífum með betur undirbúnu heilbrigðiskerfi, öruggari vinnuaðferðum, betri almennri lýðheilsu og fleira og fleira. Því verður að hugsa um líkleg heildaráhrif þess að auka líkur á dauðsföllum á einum stað í sambandi við hvaða áhrif það hefur á aðra þætti. Staðan á Íslandi í dag Það er erfitt að segja hér nákvæmlega hvernig þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna Covid-19 hafa áhrif á aðra þætti til skamm- og langtíma. Margar eru eflaust til þess fallnar að bæði bjarga mannslífum vegna Covid-19 sem og að auka undir verðmætasköpun í það heila ef við miðum við grunnmyndina að ríkið hefði aldrei sett neinar hömlur. En það er hins vegar ekki merki um neina samviskusemi, góðmennsku eða fórnfýsi að halda að ráðleggingar sóttvarnarlæknis og reglur ríkisins séu hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Það er eðlilegt að leggja hugann að því hversu lengi er hægt að halda úti skertri atvinnustarfsemi á landinu, hvort sumar núverandi aðgerða skili litlu en kosti samt mikið. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af því að skuldir, bæði ríkisins og einstaklinga, komi til með að skerða lífsgæði, lífsánægju, heilsu og tækifæri annarstaðar. Persónulega finnst mér sjálfsagt að vera með grímu, þurfa að halda 2 metra fjarlægð og fleira af slíkum toga, en mig grunar að sum staðar séum við að fara fram úr okkur og jafnvel séu sérhagsmunir og ítök að spila þátt. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt enda hef ég ekki gert útreikningana en það sem ég hef mest hugsað út í er hversu miklu það er að skila okkur að leyfa ferðamönnum að koma til landsins í stað þess að nokkurn veginn loka landamærunum fyrir annað en vörur inn og út. Er sá ávinningur nægilega stór m.v. kostnaðinn sem hlýst af því að þurfa að fara í sambærilegar eða harðari lokanir og eru nú í gildi ef það kæmu hingað fleiri bylgjur / annar vírusstofn erlendis frá. Er hér verið að leika sér að eldinum fyrir litla hagsmuni? Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki í þessu dæmi tel ég alveg ljóst að það er okkur öllum hollt að það komi upp efasemda raddir og gagnrýni, þær spretta ekki alltaf bara upp af sjálfselsku. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flest allir ættu nú að þekkja til og hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins hvort sem það er í formi skertrar heilsu, tekna, einstaklingsfrelsis eða annars. Þá hefur nú í kjölfar mikillar aukningar smita hérlendis á seinustu dögum verið hert á reglum er varða mannamót, sóttvarnir og hina ýmsu atvinnu-, félags- og íþróttastarfsemi. Í framhaldinu hefur svo verið tekist á um hvernig reglum skuli háttað, hvort vegið sé um of að frelsi þeirra sem ekki eru í sérstökum áhættuhóp og þá hvort það sé réttlætanlegt að setja aðra en sjálfan sig í hættu með glæfralegu framferði og sjálfselsku, ef svo má segja. Lítillega um það að verðleggja mannslíf Það er hálf freistandi að verða tilfinningarökum að bráð og hugsa að ekki sé hægt að meta mannslíf til fjár eða frelsis. Ekki sé hægt að réttlæta það að stofna öðrum í hættu fyrir einhverjar krónur, láta ömmu og afa enda í gröfinni því þú vildir komast í klippingu eða sitja á barnum. En þá gleymist gjarnan að við sem samfélag höfum verðlagt mannslíf á mörgum öðrum sviðum og gerum nánast daglega án þess að hugsa út í það. Einfalt dæmi er að á ári hverju verða umferðarslys þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur með tilheyrandi líkamstjóni og stundum dauða. En við sem samfélag höfum tekið þá afstöðu að með núverandi umferðarkerfi og regluverki séu slík tjón nægilega fá eða skaða lítil þannig að sá ávinningur sem felst í því að leyfa fólki að aka bílum sé þess virði. Þegar við förum út á þá erfiðu braut að verðleggja mannslíf er ágætt að muna að við erum ekki í reynd að reyna finna út hvað margar krónur þurfi að myndast aukalega í hagkerfinu til að við sættum okkur við dauðsfall heldur er nær að spyrja sig að því hvað ein króna töpuð í dag í þeim tilgangi að bjarga mannslífi, t.d. með því að loka vinnustað til að minnka smithættu á Covid-19, kosti okkur í þjáningu annarstaðar (og sama má segja með það að eyða krónu í verkefni A í stað B). Til að tengja aftur við umferðar sýnidæmið þá er einn af kostum þess að nota bifreiðar að sjúkraflutningar og slökkvistarf gengur mun hraðar fyrir sig en ef bílar væru ekki til staðar. Það vegur strax beint á móti dauðsföllum sem verða vegna bíla. Annar og sennilega mikilvægari þáttur er að bílaumferð eykur getu fólks til þess að sækja vinnu, til þess að sækja sér menntun og fleiri þætti sem leiða til verðmætasköpunar, hærra tæknistigs og lífsánægju. Þeir þættir valda því svo að hægt er að bjarga mannslífum með betur undirbúnu heilbrigðiskerfi, öruggari vinnuaðferðum, betri almennri lýðheilsu og fleira og fleira. Því verður að hugsa um líkleg heildaráhrif þess að auka líkur á dauðsföllum á einum stað í sambandi við hvaða áhrif það hefur á aðra þætti. Staðan á Íslandi í dag Það er erfitt að segja hér nákvæmlega hvernig þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í vegna Covid-19 hafa áhrif á aðra þætti til skamm- og langtíma. Margar eru eflaust til þess fallnar að bæði bjarga mannslífum vegna Covid-19 sem og að auka undir verðmætasköpun í það heila ef við miðum við grunnmyndina að ríkið hefði aldrei sett neinar hömlur. En það er hins vegar ekki merki um neina samviskusemi, góðmennsku eða fórnfýsi að halda að ráðleggingar sóttvarnarlæknis og reglur ríkisins séu hafnar yfir málefnalega gagnrýni. Það er eðlilegt að leggja hugann að því hversu lengi er hægt að halda úti skertri atvinnustarfsemi á landinu, hvort sumar núverandi aðgerða skili litlu en kosti samt mikið. Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af því að skuldir, bæði ríkisins og einstaklinga, komi til með að skerða lífsgæði, lífsánægju, heilsu og tækifæri annarstaðar. Persónulega finnst mér sjálfsagt að vera með grímu, þurfa að halda 2 metra fjarlægð og fleira af slíkum toga, en mig grunar að sum staðar séum við að fara fram úr okkur og jafnvel séu sérhagsmunir og ítök að spila þátt. Nú ætla ég ekki að fullyrða neitt enda hef ég ekki gert útreikningana en það sem ég hef mest hugsað út í er hversu miklu það er að skila okkur að leyfa ferðamönnum að koma til landsins í stað þess að nokkurn veginn loka landamærunum fyrir annað en vörur inn og út. Er sá ávinningur nægilega stór m.v. kostnaðinn sem hlýst af því að þurfa að fara í sambærilegar eða harðari lokanir og eru nú í gildi ef það kæmu hingað fleiri bylgjur / annar vírusstofn erlendis frá. Er hér verið að leika sér að eldinum fyrir litla hagsmuni? Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki í þessu dæmi tel ég alveg ljóst að það er okkur öllum hollt að það komi upp efasemda raddir og gagnrýni, þær spretta ekki alltaf bara upp af sjálfselsku. Höfundur er viðskiptafræðingur og doktorsnemi í hagfræði.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar