Tollalandið Ísland Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 26. október 2020 07:31 Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar