Tollalandið Ísland Hermann Ingi Gunnarsson skrifar 26. október 2020 07:31 Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Landbúnaður Hermann Ingi Gunnarsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um tolla og tollasamninga Íslands á liðnum misserum. Þar hefur forystufólk bænda reynt að benda á algeran forsendubrest í tollasamningi Íslands við ESB og komið hefur í ljós að það er stórkostlegur misbrestur í eftirliti á tollvöru sem flutt er inn til landsins. Gríðarlega mikið magn hefur verið flutt inn af meintum jurtaosti (84% mozzarella), sem ég fjallaði um í seinustu grein minni, en frá 2018 hafa verið flutt inn um 700 tonn sem samsvarar 6–7 milljón lítrum af mjólk eða um það bil þeirri mjólk sem framleidd er á öllu Austurlandi á einu ári. Þessi 700 tonn koma til landsins á fölskum forsendum án tolla, og ekki nóg með það heldur streymir inn mun meira af landbúnaðarvöru til landsins og virðast menn geta flutt inn hvað sem er í þeim flokkum sem þeim dettur í hug svo lengi sem þeir bera ekki tolla. Bara þessi innflutningur á ostum hefði að öllum líkindum skilað ríkissjóði um 700 milljónum og virðisauka til bænda og mjólkuriðnaðarins upp á litlar 1.400 milljónir. Það eru fjárhæðir sem munar um. Innflutningurinn hefur kostað landbúnaðinn og almenn fyrirtæki sem vinna við úrvinnslu íslenskra landbúnaðarvara stórar fjárhæðir. Athæfið hefur ekki aðeins áhrif ábændur og afurðarstöðvar heldur skekkir það verulega samkeppnisstöðu þeirra aðila sem stunda heiðarleg viðskipti og fara að reglum. Á meðan skila fyrirtæki sem stunda þessi svik methagnaði og borga eigendum sínum ríkulegan arð. Fríríkið Ísland Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í liðinni viku var fjármálaráðherra spurður út í þann mun sem er á útflutningskýrslum ESB og innflutningstölum Íslands og nefndi ráðherra í svari sínu að mikið frelsi væri í tollamálum á Íslandi. Það má segja að það sé ágætlega að orði komist en samkvæmt gögnum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) er Ísland í áttunda sæti yfir þau lönd sem eru með hvað flesta tollflokka tollfrjálsa eða 94,5% af öllum tollflokkum. Ef litið er til landa í kringum okkur má sjá til dæmis að Noregur er með 89,4% af sinni tollskrá tollfrjálsa og Evrópusambandið sem margir telja staðalímynd frjálsar verslunar með 28,1% tollskrá sinnar tollfrjálsa. Sumir myndu nú segja að það sé lítið að marka þessar tölur enda séu íslenskir tollar nær eingöngu á matvöru og þar séu ríkulegir verndartollar. En staðreyndin er sú að rúmlega helmingur af því sem tilheyrir landbúnaðarvörum á íslenskri tollskrá er tollfrjálst á meðan sambærilegt hlutfall á tollfrjálsum landbúnaðarvörum á tollskrá ESB er einungis 38%. Tollarannsókn Sérstök umræða átti sér stað á Alþingi á dögunum um þessu meintu tollasvik með landbúnaðarvörur. Þar kom fram í máli fjármálaráðherra að eftir ábendingar þess efnis að verið væri að tolla vörur rangt miðað við innihaldslýsingu vörunnar hefði hans ráðuneyti gefið út auglýsingu um breytingu á tollskrá. Það átti að hafa í för með sér að þessi meinti jurtaostur sem í raun er að uppistöðu mozzarella ostur, ætti að flokkast sem mjólkurostur og því að bera fulla tolla. Hins vegar kom einnig fram í umræðunni að eftir að breytingin tók þá flæddi hér samt sem áður inn mozzarella ostur á sama tollanúmeri og fjármálaráðherra hafði breytt í auglýsingu sinni. Maður veltir fyrir sér hvernig svona getur gerst. Í minnisblaði sem var birt á vef fjármálaráðuneytisins við þessa umræðu á þingi kemur fram að úttekt yfirvalda á þessu máli hafi leitt það í ljós að ákveðnir aðilar séu um þessar mundir undir eftirliti og fá t.a.m ekki tollafgreidda vöru nema með skoðun og samþykki tollayfirvalda. Það er vissulega skref í rétta átt, en eftir sem áður sætir það furðu að stjórnvöld hafi ekki stöðvað framangreind lögbrot strax. Þetta eru skattsvik og eiga að meðhöndlast sem slík. Það er einfaldlega ekki í boði að þetta sé látið viðgangast. Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum. Með lögum skal land byggja en eigi með ólögum eyða sagði í fyrstu lögbók Íslands. Það gildir enn. Höfundur er bóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun