Ólafur Ragnar segir ríkisstjórn Davíðs hafa flaskað á samskiptum við bandaríska þingið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2020 19:28 Í Víglínunni í dag fer Ólafur yfir fjörtíu ára feril sinn í alþjóðastjórnmálum og samskipti sín við íslenska ráðmenn í forsetatíð hans. En hann fjallar um þessi mál í nýlegu 35 þátta potkast þáttum sem finna má á helstu potkast veitum. Stöð 2/Einar Árnason Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins. Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa flaskað á því að rækta samskipti við bandaríska þingið í aðdraganda þess að bandaríski herinn yfirgaf Ísland árið 2006. Í Víglínunni með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag segir Ólafur Ragnar frá fundi sínum með John Warner formanni hermálanefndar Bandaríkjaþings sem hefði getað beitt sér fyrir fjármögnun herstöðvarinnar hér. Hann sat í hermáladeild bandaríska þingsins og var um tíma formaður hennar í mörg ár. En sú nefnd ákvarðar fjárveitingar til allra bandarískra herstöðva í heiminum. Ólafur Ragnar segir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa vanrækt Bandaríkjaþing þegar þeir beittu sér fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi.Stöð 2/Einar Árnason Warner var fyrrverandi eiginmaður Elísabetar Taylor kvikmyndastjörnu og áhrifavalds og var persónulegur vinur Dorritar Moussaieff eiginkonu forsetans. Ólafur Ragnar fylgdi konu sinni til fundar við Warner í Washington þar sem þau hafi rætt persónuleg mál. „Þá snýr hann sér allt í einu að mér og segir: Ég er nú búinn að vera hér öll þessi ár og formaður í hermálanefndinni. Það hefur aldrei nokkur maður komið til mín að tala við mig um Ísland og mig rekur í rogastans. Þetta var helsta verkefni ríkisstjórnar Íslands að koma í veg fyrir að herinn færi og það hafði enginn talað við voldugasta manninn í öldungadeild Bandaríkjanna,” sagði Ólafur Ragnar í Víglínunni. Davíð og Halldór hafi treyst á Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Jeb Bush bróður George W. Bush forseta sem Davíð hafði einnig góð tengsl við. Í Víglínunni ræði Ólafur Ragnar þessi samskipti hans og Davíðs nánar sem og við aðra forsætisráðherra í forsetatíð hans. En hann segir einnig frá samskiptum sínum við ráð- og áhrifafólk víðs vegar um heiminn og stöðu Íslands í breyttum heimi að lokum kalda stríðsins.
Víglínan Bandaríkin Varnarmál Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira