45 ár frá því að konur lögðu fyrst niður störf Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 12:48 Frá kvennafrídeginum 2018, þegar konur lögðu niður störf klukkan 14:38, og komu saman í miðborginni. Fimm baráttufundir hafa verið haldnir frá 1975. Foto: Kvennafrídagurinn 2018/Vilhelm Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Fjörutíu og fimm ár eru síðan konur á Íslandi lögðu fyrst niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Kvennafrídagurinn í dag verður með breyttu sniði en þess er krafist að aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum fari í jafnréttismat svo þær gagnist öllum kynjum jafnt. Þann 24. október 1975 lögðu konur á Íslandi niður störf og komu saman á Lækjartorgi á einum fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar. Síðan þá hafa fimm baráttufundir verið haldnir; árið 1985, 2005, 2010, 2016 og 2018. Eðli máls samkvæmt munu konur ekki koma saman í dag en Kvenréttindafélag Íslands beinir sjónum sínum að áhrifum kórónuveirufaraldursins og þá sérstaklega gagnvart fólki í framlínu. „Þetta eru til dæmis heilbrigðis- og umönnunarstörf, þrif og kennsla. Öll þessi störf hafa verið skilgreind sem lykilstörf í samfélaginu á tímum Covid. Þetta er vissulega viðurkenning á mikilvægi þessara starfa en þessari viðurkenningu virðist ekki fylgja viðleitni til að leysa undirmönnun og undirfjármögnun hjá þeim og margar af þessum stéttum hafa staðið í kjarabaráttu í ár eins og áður,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá megi verði jafnréttissjónarmið ávallt að vera í hávegum höfð – líka í heimsfaraldri. „Við viljum beina athyglinni á þá staðreynd að heimsfaraldur eins og Covid hefur mismunandi áhrif á kyn. Og við höfum séð að það ýtir undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélaginu. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að missa ekki sjónar af jafnréttissjónarmiðum þegar verið er að byggja upp samfélagið á ný eftir faraldurinn.“ Haldinn verður netviðburður í beinni útsendingu í tilefni dagsins, en fylgjast má með honum klukkan 13 á Facebook-síðu Kvenréttindafélags Íslands.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tímamót Kvennafrídagurinn Tengdar fréttir Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45 Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11 Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Út klukkan 14:56 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. 24. október 2019 14:45
Funduðu um jafnréttismál á kvennafrídeginum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, boðaði í dag til fundar í ráðherranefnd um jafnréttismál. 24. október 2019 12:11
Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. 12. júlí 2020 15:06