Telja að Hvalur þurfi að reiða fram rúmar hundrað milljónir eftir dóma Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 16:59 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu. Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira
Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Sjá meira