Fær ekki krónu vegna úra og skartgripa sem fundust ekki hjá lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2020 10:52 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Vilhelm Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu Viðars Más Friðfinnssonar, fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Viðar vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu, en fundust ekki þegar kallað var eftir þeim. Forsagan er sú að Viðar var handtekinn og færður í varðhald árið 2013 í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries. Sú rannsókn leiddi til þess að Viðar var ákærður fyrir skattalagabrot og síðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Landsréttur þyngdi síðar dóminn um sex mánuði auk þess sem að söluandvirði báts og sjö bíla voru gerð upptæk auk innistæðna á bankareikningum. Fábrotin lýsing í munaskrá Við rannsókn málsins gerði lögregla húsleit á heimili Viðars þar sem haldlagðir voru peningar, bókhaldsgögn og ýmsir munir, þar á meðal úr og skartgripir. Munirnir voru skráðir í munaskrá lögreglu en virðast hafa horfið þaðan, líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Aðeins starfsmenn lögreglu eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Í munaskrá lögreglu vegna munanna kom eftirfarandi fram: „Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr“. Framleiðendurnir voru sagðir óþekktir og verðmæti þeirra eða raðnúmer ekki skráð. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. Í kjölfar þess krafðist Viðar þess að bótaskylda hans yrði viðurkennd vegna málsins og fór það mál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í gær. Lögregla sagði verklagsreglum ekki hafa verið fylgt Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna hvarfs munanna sem gefin var út í janúar árið 2018 var málið harmað og það tekið fram að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu. Í kæru frá Viðari til héraðssaksóknara vegna hvarfs munanna sagði Viðar að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða og taldi hann að lögreglumenn hefðu slegið eign sinni á gripina. Sagði hann að um fjögur Rolex-úr hafi verið að ræða og fimmtán skartripi, alls að verðmæti sextán milljónir króna. Byggði fjárhæð krörfunnar á endurkaupaverði á Ebay Krafðist hann bóta fyrir að að hafa ekki fengið munina afhenta og vildi hann meina að starfsmenn lögreglunnar hafi af ásetning eða gáleysi brotið þær reglur sem gilda um haldlagningu muna. Gera þyrfti strangar kröfur til lögreglunnar um að hún starfi eftir settum lögum og verklagsreglum. Byggði hann fjárhæð kröfunnar á endurkaupaverði sambærilegra muna af sömu tegund á uopboðsvefnum Ebay.com. Vörn ríkisins í málinu byggðist á því að ítarleg rannsókn hafi farið fram af hálfu yfirvalda eftir að kæra barst vegna málsins. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð innanhús hjá lögreglu auk þess sem að héraðssaksóknari hafi rannsakað málið, án þess að neitt saknæmt hafi komið í ljós og að ekki hafi verið talinn grundvöllur til áframhaldandi rannsóknar málsins. Þá sé það ósannað að lögregla hafi tapað mununum, þvert á móti hafi Viðar ekki sýnt fram á að munirnir hafi yfirhöfuð verið til eða í hans eigu. Þá sé það ósannað að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða. Tókst ekki að sýna fram á tjón Í dómi héraðsdóms segir að ekkert sem fram hafi komið í málinu veiti vísbendingu um að hvarf munanna megi rekja til þess að einhver sem íslenska ríkið beri ábyrgð á hafi slegið eign sinni á umrædda muni, eða að önnur saknæm háttsemi skýri hvarf þeirra, því væri engin stoð fyrir staðhæfingum í þá veru. Einn lögreglumanna sem kom að málinu sagði fyrir dómi að Viðari hafi verið afhentir munir við lok yfirheyrslu hans, og sagðist hann bera minni til þess að um armbandsúr og fleiri verðlitla muni hafi verið að ræða, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Sagðist hann þó ekki geta fullyrt að þeir muni hafi verið þeir sömu og skráðir voru í munaskrá, og málið snerist um. Í dómi héraðsdóms segir að þau gögn sem liggi fyrir í málinu auk vitnisburðar vitna styðji ekki staðhæfingar Viðars um að haldlögðu munirnir hafi í raun verið þeir sem hann byggði þetta mál á, þvert á móti séu vísbendingar um að munirnir sem haldlagðir voru hafi verið verðlitlir og að þeir hafi verið afhentir honum áður en rannsókn á sakamálinu gegn honum lauk. Þá hafi engin gögn verið lögð fram sem sýni að Viðar hafi átt eða haft í fórum sínum þessa dýru muni sem málið snerist um auk þess sem að ekkert hafi verið lagt fram sem sýni að hann hafi erft slíka muni, líkt og Viðar hélt fram. Mat dómurinn því svo að það væri ósannað með öllu að Viðar hefði orðið fyrir því tjóni sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Viðars. Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Héraðsdómur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu Viðars Más Friðfinnssonar, fyrrverandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Viðar vildi fá sextán milljónir frá ríkinu vegna verðmæta sem tekin voru af heimili hans við húsleit lögreglu, en fundust ekki þegar kallað var eftir þeim. Forsagan er sú að Viðar var handtekinn og færður í varðhald árið 2013 í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi Strawberries. Sú rannsókn leiddi til þess að Viðar var ákærður fyrir skattalagabrot og síðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Landsréttur þyngdi síðar dóminn um sex mánuði auk þess sem að söluandvirði báts og sjö bíla voru gerð upptæk auk innistæðna á bankareikningum. Fábrotin lýsing í munaskrá Við rannsókn málsins gerði lögregla húsleit á heimili Viðars þar sem haldlagðir voru peningar, bókhaldsgögn og ýmsir munir, þar á meðal úr og skartgripir. Munirnir voru skráðir í munaskrá lögreglu en virðast hafa horfið þaðan, líkt og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Aðeins starfsmenn lögreglu eiga að hafa aðgang að þessum hirslum. Í munaskrá lögreglu vegna munanna kom eftirfarandi fram: „Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr“. Framleiðendurnir voru sagðir óþekktir og verðmæti þeirra eða raðnúmer ekki skráð. Upp komst að verðmætin væru horfin úr hirslum lögreglu þegar embætti héraðssaksóknara kallaði eftir þeim til að láta verðmeta þau. Hvarf munanna sætti í kjölfarið bæði rannsókn innanhúss hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara. Hvorug skilaði niðurstöðu. Í kjölfar þess krafðist Viðar þess að bótaskylda hans yrði viðurkennd vegna málsins og fór það mál fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í gær. Lögregla sagði verklagsreglum ekki hafa verið fylgt Í yfirlýsingu frá lögreglunni vegna hvarfs munanna sem gefin var út í janúar árið 2018 var málið harmað og það tekið fram að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu. Í kæru frá Viðari til héraðssaksóknara vegna hvarfs munanna sagði Viðar að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða og taldi hann að lögreglumenn hefðu slegið eign sinni á gripina. Sagði hann að um fjögur Rolex-úr hafi verið að ræða og fimmtán skartripi, alls að verðmæti sextán milljónir króna. Byggði fjárhæð krörfunnar á endurkaupaverði á Ebay Krafðist hann bóta fyrir að að hafa ekki fengið munina afhenta og vildi hann meina að starfsmenn lögreglunnar hafi af ásetning eða gáleysi brotið þær reglur sem gilda um haldlagningu muna. Gera þyrfti strangar kröfur til lögreglunnar um að hún starfi eftir settum lögum og verklagsreglum. Byggði hann fjárhæð kröfunnar á endurkaupaverði sambærilegra muna af sömu tegund á uopboðsvefnum Ebay.com. Vörn ríkisins í málinu byggðist á því að ítarleg rannsókn hafi farið fram af hálfu yfirvalda eftir að kæra barst vegna málsins. Ítarleg rannsókn hafi verið gerð innanhús hjá lögreglu auk þess sem að héraðssaksóknari hafi rannsakað málið, án þess að neitt saknæmt hafi komið í ljós og að ekki hafi verið talinn grundvöllur til áframhaldandi rannsóknar málsins. Þá sé það ósannað að lögregla hafi tapað mununum, þvert á móti hafi Viðar ekki sýnt fram á að munirnir hafi yfirhöfuð verið til eða í hans eigu. Þá sé það ósannað að um verðmæta erfðagripi hafi verið að ræða. Tókst ekki að sýna fram á tjón Í dómi héraðsdóms segir að ekkert sem fram hafi komið í málinu veiti vísbendingu um að hvarf munanna megi rekja til þess að einhver sem íslenska ríkið beri ábyrgð á hafi slegið eign sinni á umrædda muni, eða að önnur saknæm háttsemi skýri hvarf þeirra, því væri engin stoð fyrir staðhæfingum í þá veru. Einn lögreglumanna sem kom að málinu sagði fyrir dómi að Viðari hafi verið afhentir munir við lok yfirheyrslu hans, og sagðist hann bera minni til þess að um armbandsúr og fleiri verðlitla muni hafi verið að ræða, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Sagðist hann þó ekki geta fullyrt að þeir muni hafi verið þeir sömu og skráðir voru í munaskrá, og málið snerist um. Í dómi héraðsdóms segir að þau gögn sem liggi fyrir í málinu auk vitnisburðar vitna styðji ekki staðhæfingar Viðars um að haldlögðu munirnir hafi í raun verið þeir sem hann byggði þetta mál á, þvert á móti séu vísbendingar um að munirnir sem haldlagðir voru hafi verið verðlitlir og að þeir hafi verið afhentir honum áður en rannsókn á sakamálinu gegn honum lauk. Þá hafi engin gögn verið lögð fram sem sýni að Viðar hafi átt eða haft í fórum sínum þessa dýru muni sem málið snerist um auk þess sem að ekkert hafi verið lagt fram sem sýni að hann hafi erft slíka muni, líkt og Viðar hélt fram. Mat dómurinn því svo að það væri ósannað með öllu að Viðar hefði orðið fyrir því tjóni sem hann taldi sig hafa orðið fyrir. Var íslenska ríkið því sýknað af öllum kröfum Viðars.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira