MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2020 10:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir getur hugsað sér að flytja aftur út til Los Angeles en bara ef hún fær góða vinnu. Hún segist vera hætt öllu harki þar. Vísir/vilhelm Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira. Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. Ragnheiður hefur farið á tvenna Ólympíuleika og var í mörg ár ein allra besta sundkona landsins. Ragnheiður Ragnarsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún lærði leiklist í New York Film Academy árið 2015 og reyndi í kjölfarið fyrir sér í hinum stóra heimi í Hollywood sem skilaði að lokum hlutverkinu í Vikings. Ragnheiður segir aftur á móti að Hollywood geti verið svört og erfið en MeToo byltingin hafi haft gríðarleg áhrif á bransann ytra. „Eftir skólann vann ég í heilt ár í Los Angeles og það er brjálaður bransi að reyna komast inn í,“ segir Ragnheiður. „Ég vann í fullt af þáttum og bíómyndum og hinu og þessu en alls ekki sem eitthvað aðalhlutverk. Það var rosalega lærdómsríkur tími til að fá smá þekkingu á setti og svona. Ég er samt voða fegin að vera búin að vera þarna að rembast. Ég er til í að fara þangað aftur ef ég fæ vinnu þar en ég nenni ekki aftur í rembinginn þar.“ Hún segir að það sé erfitt að vera kona í Hollywood og fékk hún nokkrum sinnum að heyra setningar eins og „You will never work in this buisness again.“ „Þetta gerðist þegar maður stappaði niður fætinum og sagði, nei ég ætla ekki að gera neitt annað en að leika. Það var ekkert verið að ýja að neinu. Það var bara sagt við mig að þú getur fengið þetta hlutverk ef þú gerir svona eða svona. En sem betur fer er MeToo-hreyfingin búin að breyta þessu töluvert,“ segir Ragnheiður en síðastliðin tvö ár hafa fjölmargar konur í Hollywood stigið fram og sakað hátt setta menn í bransanum um kynferðislegt ofbeldi. Ragnheiður segist hafa verið sterk og ekki látið undan slíkum þrýstingi. Í þættinum hér að ofan ræðir Ragnheiður einnig um sundferilinn, leiklistina, Hollywood, Ólympíuleikana og þegar hún kynntist Kobe Bryant, fyrirsætuferilinn, tónlistina og margt fleira.
Einkalífið MeToo Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fleiri fréttir „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn Sjá meira
Fann fyrir útlitspressu og endaði með átröskun Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 22. október 2020 11:30
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31