Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2020 15:15 Myndin umtalaða sem er þó þriggja ára gömul. Eggert Jóhannesson Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma.
Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51