#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: ákall fyrir alþjóðlegan stuðning Stefanía Sigurðardóttir skrifar 22. október 2020 12:01 Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nígería Mest lesið Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa átt sér stað mótmæli í Nígeríu gegn lögregluofbeldi þar í landi. Mótmælununum var hrundið eftir nýjustu fregnir af morðum á saklausum borgurum sem framin voru af sérsveitarmönnum SARS, sem lengi hafa starfað án refsingar. Þó að SARS (Special Anti-Robbery Squad) hafi upphaflega verið stofnað árið 1992 til að berjast gegn uppgangi vopnaðra rána hefur það fengið orðspor fyrir handahófskennda handtöku, pyntingar, fjárkúgun og morð án dómstóla. Í ljósi starfa sveitarinnar, vinna sérsveitarmennirnir oft í venjulegum fötum og nota ómerkta bíla. Þeir hafa síðustu ár orðið þekktir fyrir að kúga saklausa unga Nígeríubúa grimmilega og starfa utan laga. Algengast er að þeir taki sérstaklega fyrir unga menn af handahófi og saki þá um fjársvindl á netinu, með enga sönnun nema það að þeir eigi fartölvu eða síma. Þeir krefja þá mennina um öfgakenndar upphæðir til þess að losna úr haldi. Í öðrum tilvikum hafa þeir tekið fyrir fólk og beint þeim að hraðbanka til þess að taka út háar upphæðir, á meðan þeir miða að þeim byssum. Einnig hefur komið fram í skýrslum að það er ekki óalgengt að þeir taki ungar konur haldi og nauðgi þeim áður en þeir sleppa þeim. Mótmæli sem þessi eru ekki ný af nálinni í Nígeríu, en árið 2016 var herferð hrundið af stað þar sem kallað var eftir því að SARS yrði leyst upp. Herferðin var farsæl og vakti mikla athygli. Innan þriggja ára hafði deildin verið endurbætt, yfirfarin og leyst upp þrisvar eða fjórum sinnum. En án árangurs. SARS eru enn starfrækt og halda ofbeldinu áfram. Matthew Ayibakuro Eftir að mótmælin höfðu staðið yfir í nokkra daga tóku yfirvöld tóku til þess að taka rafmagnið af ákveðnum svæðum um landið, en mótmælendur dóu ekki ráðalausir og tóku til þess að bera kerti og ljós til þess að sýna fram á friðinn sem þau eru að óska eftir. Kertafleytingar og ljósasýningar eru þekkt tæki mótmæla, og má þá t.d. nefna árlega ljósagöngu UN Women á Íslandi. Í myndbandinu má sjá mótmælendur í Bayelsa ríkinu í Nígeríu, þar sem þau tóku þátt í mótmælunum í sínu ríki, en mótmælin eiga sér stað um allt landið. Mótmælendur hafa m.a. safnast saman við Lekki tollhliðið í Lagos til þess að loka á umferð. Yfirvöld tóku þá til þess að setja á útgöngubann til þess að sporna við mótmælunum. Mótmælin hafa farið mjög friðsællega fram, en þann 20. Október tóku yfirvöld rafmagnið af öllu Lekki hverfinu og sendu herinn á mótmælendur, sem hófu skotárás gegn þeim. Sjö létust samstundis og fjöldi fólks særðist alvarlega. Mótmælin eru ekki bara söguleg því að ungt fólk í Nígeríu er að standa upp gegn lögregluofbeldi í Nígeríu, heldur líka því að konur eru í forystu mótmælanna. Lengi hafa konur verið kúgaðar í Nígeríu og ekki haft eins mikil umsvif og karlar, en með þessari nýju bylgju mótmæla má sjá breytingar í öllu samfélaginu, þar sem bæði konur og fólk í LGBTQIA+ samfélaginu eru að fá meiri rödd og það er almenn vitundarvakning fyrir allsherjarbreytingum í samfélaginu. Matthew Ayibakuro Mótmælin hafa einnig farið út fyrir landsteinana, en Nígeríubúar hafa safnast saman fyrir framan sendiráð Nígeríu um allan heim til þess að vekja athygli á málefninu. Alþjóðlegur stuðningur er gríðarlega mikilvægur til þess að setja pressu á nígerísk yfirvöld. Til dæmis er núna undirskriftasöfnun í gangi fyrir því að Bresk yfirvöld setji viðurlög á nígerísk stjórnvöld til þess að fá þau til þess að hlusta á og virða kall mótmælendanna. Nú þegar hafa tæplega 200.000 manns skrifað undir, en 100.000 er nóg til þess að málið verði tekið fyrir á breska þinginu. Mótmæli í LondonPrince Louis Omolayo Adekola Ég hvet alla til þess að vekja athygli á málinu á samfélagsmiðlum með því að taka þátt í #ENDsars herferðinni á samfélagsmiðlum, og íslensk stjórnvöld til þess að taka málið upp og sýna ungu fólki í Nígeríu, og þar með um allan heim, stuðning. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun