Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 18:31 Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira