Veruleg aukning í verslun á milli ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 08:59 Fataverslun hefur aukist mikið sé horft til septembermánaðar á þessu ári miðað við september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Veruleg aukning var í innlendri verslun hér á landi í septembermánuði á milli ára. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis. Á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar er þessi þróun rakin til þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem hófst um miðjan septembermánuð. Verslun jókst um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum króna og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87 prósent eða 749 milljónir króna. Heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um níu prósent á milli ára. Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam 16,6 milljörðum kr. í mánuðnum sem leið. Velta flokksins jókst um rúmlega 21% milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman,“ segir á vef RSV. Þá jókst fataverslun um 36 prósent á milli ára í september og rétt tæp níu prósent frá því í ágúst. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði, að því er segir á vef RSV. Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltuaukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent á milli ára og nam 3,3 milljörðum króna. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira
Veruleg aukning var í innlendri verslun hér á landi í septembermánuði á milli ára. Á sama tíma og verslun eykst minnkar bæði neysla á þjónustu og neysla erlendis. Á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar er þessi þróun rakin til þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins sem hófst um miðjan septembermánuð. Verslun jókst um 26,3 prósent milli ára í septembermánuði. Velta í verslun nam 39,2 milljörðum króna og dróst lítillega saman milli mánaðana ágúst og september eða um 1,87 prósent eða 749 milljónir króna. Heildarkortavelta var 68,5 milljarðar í mánuðinum og jókst um níu prósent á milli ára. Velta í stórmörkuðum og dagvöruverslunum nam 16,6 milljörðum kr. í mánuðnum sem leið. Velta flokksins jókst um rúmlega 21% milli ára. „Aukin heimavinna auk sóttkvíar á vafalaust þátt í aukningu dagvöruverslunar með greiðslukortum. Á móti má ætla að umsvif mötuneyta vinnustaða sem dæmi hafi dregist saman,“ segir á vef RSV. Þá jókst fataverslun um 36 prósent á milli ára í september og rétt tæp níu prósent frá því í ágúst. Í fyrstu bylgju faraldursins í vor, mátti sjá töluverðan samdrátt í fataverslun ólíkt því sem var í síðasta mánuði, að því er segir á vef RSV. Aðrir flokkar sérvöru hækkuðu einnig frá fyrra ári. Veruleg veltuaukning varð í verslunum með byggingavörur og verslunum með raf- og heimilistæki. Í fyrrnefnda flokknum jókst veltan um 45 prósent á milli ára og nam 3,3 milljörðum króna. Í þeim síðarnefnda nam veltan alls 2,6 milljörðum og jókst um tæp 54 prósent milli ára.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Sjá meira