Innlent

Hand­tekinn grunaður um brot á sótt­kví

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var fluttur í fangageymslu.
Maðurinn var fluttur í fangageymslu. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af tveimur ölvuðum mönnum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Annar maðurinn er grunaður um brot á sóttkví þar sem hann var nýlega kominn til landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að maðurinn hafi verið fluttur í fangageymslu lögreglu sökum ástands síns.

Í tilkynningunni segir einnig frá því að starfsmaður á veitingastað í miðborginni hafi óskað eftir aðstoð lögreglu í gærkvöldi þar sem ofurölvi maður hafi sofið við útgöngudyrnar og hafi því ekki verið hægt að opna þær.

„Maðurinn var ósjálfbjarga sökum ölvunar og því handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans batnar.“

Loks segir frá því að lögregla hafi stöðvað bíl í miðborginni á þriðja tímanum þar sem ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×