16 ára piltur fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 06:42 Pilturinn var með brotna tönn og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Vísir/Vilhelm Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Laust fyrir klukkan hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í Reykjavík. Að því er segir í dagbók lögreglu höfðu þar tveir 16 til 17 ára drengir ráðist á einn 16 ára dreng. Var hann með brotna tönn og var honum ekið á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn. Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun úti á Granda. Kona var handtekin á vettvangi grunuð um þjófnaðinn. Hún hafði engin skilríki meðferðis og sagðist vera erlendur ferðamaður. Konan var vistuð í fangageymslu. Brimbrettaslys við Gróttu Upp úr klukkan sex í gærkvöldi var lögreglu síðan tilkynnt um slys við Gróttu. Maður sem hafði verið við leik í sjónum þar á brimbretti með fallhlíf tókst á loft og lenti á grjóthleðslu í fjörunni. Maðurinn var mögulega ökklabrotinn og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til aðhlynningar. Þá var lögreglunni tilkynnt um rán í veitingasölu í miðbænum á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður náð að ræna reiðufé en var farinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hinn grunaði var handtekinn um 20 mínútum síðar en var þá kominn út á Granda. Var maðurinn vistaður í fangageymslu. Að því er segir í dagbók lögreglu hefur hún þurft að hafa ítrekuð afskipti af manninum vegna samskonar brota síðustu daga, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eftirlit með veitingastöðum Lögreglan hafði einnig eftirlit með veitingastöðum í Kópavogi og Breiðholti í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ástandið hafi verið gott, margir staðir hafi verið lokaðir en þeir sem voru með opið voru með sóttvarnir og tveggja metra regluna í lagi. Þá voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akstur, meðal annars 17 ára gamall ökumaður sem var stöðvaður á 117 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni en þar er hámarkshraði 80 km/klst. Forráðamanni var kynnt málið og tilkynning send til Barnaverndar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira