Innlent

Fjögur vopnuð rán á þremur dögum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Lögreglan leitar nú mannsins sem er um tvítugt. 
Lögreglan leitar nú mannsins sem er um tvítugt.  Vísir/Vilhelm

Ungur karlmaður er grunaður um að hafa framið þrjú vopnuð rán á tveimur dögum. Maðurinn var handtekinn í gær eftir að hafa framið vopnað rán í verslun við Hlemm. Hann var yfirheyrður og sleppt í morgun.

Um hádegisbil í dag var svo framið rán í Krambúðinni við Mávahlíð. Þjófurinn ógnaði afgreiðslumanni með hnífi og komst á brott með fáeina tugi þúsunda. Í kjölfar þess rændi hann Pylsuvagninn í miðbænum.

Ungi maðurinn, sem er um tvítugt, var svo handtekinn þar skammt frá.

Í samtali við Ríkisútvarpið segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að hann hafi verið með hníf og grímu í öllum ránunum. Þar að auki hafi hann haft nokkra tugi þúsunda upp úr krafsinu.

Enn fremur segir Jóhann að ákveðið verði á morgun hvort gæsluvarðhalds verði krafist yfir manninum.

Á síðustu þremur dögum hafa verið framin fjögur vopnuð rán í Reykjavík. Það fjórða var framið á skyndibitastað við Ægissíðu á föstudaginn. Þar var þó ekki sami maður verið á ferðinni.

Uppfært: Búið er að bæta við upplýsingum um þriðja ránið sem ungi maðurinn frammdi.


Tengdar fréttir

Handtekinn á Austurvelli grunaður um vopnað rán

Sérsveit handtók mann á Austurvelli í dag sem hafði framið vopnað rán í verslun í austurborginni. Myndbandi af handtökunni hefur verið deilt á samfélagsmiðlum og vakið nokkra athygli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×