Dönsk bráðabirgðastjórnarskrá? Skúli Magnússon skrifar 18. október 2020 13:01 Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1874 „gaf“ Kristján IX. Íslendingum stjórnarskrá. Íslendingar höfðu þá – í raun allt frá því konungur afsalaði sér einveldi árið 1848 – mótmælt því að danska stjórnarskráin 1849 og stofnanir hennar tækju til Íslands. Stjórnarskrárgjöfin var þó til komin fyrir beiðni Alþingis þótt formlega væri hún sett í krafti einveldis. Stjórnarskráin 1874 hafði vissulega sem fyrirmynd dönsku stjórnarskrána 1866 (sem mátti að verulegu leyti rekja til júnístjórnarskrárinnar 1849). Sú stjórnarskrá hafði aftur sem sína fyrirmynd belgísku stjórnarskrána frá 1831, franskar stjórnarskrár og þá norsku frá 1814. Verður henni því fremur lýst sem evrópskri en danskri hönnun. Árið 1903 og 1915 var „einveldisstjórnarskránni“ breytt í verulegum atriðum fyrir atbeina Alþingis, meðal annars þannig að kveðið var á um heimastjórn (1903) og kosningarétt kvenna (1915), svo sem flestir vita. Færri vita þó að í síðargreinda skiptið var kveðið á um að konungur skyldi vinna eið að stjórnarskránni og átti að geyma þann eiðstaf í tvíriti, hjá Alþingi og Landsskjalasafninu. Varla er hægt að segja að mikill einveldisbragur hafi verið á stjórnarskránni upp frá þessu. Í kjölfar sambandslagasáttmálans var „stjórnarskrá konungsríkisins Íslands“ sett árið 1920. Enginn áhugi var þá á róttækum efnisbreytingum á stjórnarskránni og fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda íslenska ríkis var því að verulegu leyti samhljóma þeirri dönsku. Íslensk stjórnskipun var þó um margt frábrugðin, ekki síst kjördæma- og kosningaskipan og sú stjórnmálamenning sem þreifst á grundvelli hennar. Svo sem kunnugt er slitu Íslendingar sambandinu við Dani 1944 og stofnuðu lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var af 98,3% þeirra sem greiddu atkvæði en kjörsókn var u.þ.b. 98%. Djúpstæður pólitískur ágreiningur hafði þá verið um þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lutu að kjördæma- og kosningaskipan og vissulega voru einnig uppi hugmyndir um endurskoðun annarra mála (t.d. deildaskipting Alþingis). Niðurstaðan hafði því orðið sú árið 1942 að breyta einungis þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem nauðsynlegt væri til þess að slíta sambandinu og stofna lýðveldi. Innan þessa þrönga ramma voru þó samin mikilvæg ákvæði frá grunni um forseta Íslands, þ.á m. þjóðkjör hans og heimild til að synja lögum Alþingis staðfestingar. Í lýðveldisstofnuninni fólst grundvallarbreyting á íslenskri stjórnskipun sem rökstyðja mætti að við séum enn að melta. Síðan þá hefur stjórnarskránni verið breytt alls átta sinnum, þar af í veigamiklum atriðum árin 1991 (skipan og störf Alþingis) og 1995 (mannréttindaákvæði). Það er vissulega rétt að við setningu stjórnarskrárinnar árið 1944 var gert ráð fyrir gagngerri endurskoðun og í því samhengi ræddu sumir um „stjórnarskrá til bráðabirgða“ . Hitt liggur svo einnig fyrir að árið 1944 sýndist sitt hverjum um hverjar þessar gagngeru breytingar ættu að vera og svo hefur að verulegu leyti verið raunin allar götur síðan. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun (MMR, september 2017) vill rúmlega helmingur Íslendinga nýja stjórnarskrá og þegar þessi orð eru skrifuð hafa nær 39.000 tekið þátt í undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins. Þetta verður ekki túlkað öðruvísi en nokkuð afgerandi krafa um heildstæða endurskoðun stjórnarskrárinnar, enda hefur slík endurskoðun með einum eða öðrum hætti verið á stefnuskrá allra ríkisstjórna Íslands frá árinu 2009. Enn sem fyrr virðist þó skorta á samstöðu meðal þings og þjóðar um hverju á að breyta og jafnvel hvernig standa á að breytingum. Það hlýtur að teljast heilbrigðismerki í lýðræðissamfélagi að eitthvað sé tekist á um hvort og hvernig breyta á grundvallarlögum landsins. En getum við þrátt fyrir þetta ekki sammælst um að kalla hlutina í sínum réttu nöfnum og hætt að tala (eða syngja) um stjórnarskrá landsins sem bráðbirgðaskjal frá Dönum? Stjórnarskráin, eins og hún hefur þróast frá 1874 til okkar dags, er ósköp einfaldlega ekki frekar dönsk en pylsunar frá Sláturfélagi Suðurlands eru frá Vínarborg. Höfundur er lögfræðingur
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar