„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 20:01 Björgvin Franz og Edda Björgvins munu skemmta landsmönnum í vetur. Vísir Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar Jónsson, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. Mæðginin fara saman í ísbíltúr í þáttunum og ræða daginn og veginn. Þau segja þættina fyrsta íslenska raunveruleikasjónvarpið en ekkert handrit er gert fyrir þættina. Gaman að vera þau sjálf í bíltúr „Okkur fannst þetta svo ótrúlega skemmtileg pæling að fara saman og skríplast í einhverjum bíltúr þar sem við erum bara við,“ segir Björgvin Franz en þau mæðgin mættu í Bakaríið á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu þættina. „Það er dáldið erfitt að hafa hemil á mömmu þannig að bíltúrarnir sem byrja sem eðlilegir ísbíltúrar, þeir fara svolítið út um þúfur,“ bætir Björgvin við. Mæðginin keyra bæði um Reykjavík og kíkja aðeins út á land í þáttunum sex, en Björgvin segir það lengsta sem þau fari út fyrir bæjarmörkin vera Hveragerði. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ bætir Edda þá við. Tileinkað Gísla Rúnari Einn þátturinn er skotinn á æskuslóðum Björgvins þar sem Edda sagði sögur og farið var í gömlu þráhyggjurnar, að sögn Björgvins. Hvernig hann hafi verið. „Guð minn góður það sem var lagt á þessa fjölskyldu. Það sem mamma hefur mátt að þola,“ segir Björgvin á léttum nótum. Það hafi verið mjög fyndið að rifja það upp, og fallegt. „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum. Þetta var svo ofsalega fallegt og er svo mikið „tribute“ til hans. Það varð það eiginlega alveg óvart, en þetta var svo fallegt af því að þetta var tekið upp áður en hann dó,“ segir Björgvin. Tökudagarnir hafi verið dásamlegir. Fjölskyldustemmning þar sem dóttir Björgvins sá meðal annars um að sminka. Síðasti dagurinn hafi þó verið öðruvísi. „Pabbi dó á síðasta tökudeginum okkar og þetta var alveg svakalegt,“ segir hann. Edda segir veðrið þann daginn hafa verið í takt við það. Eftir fallegan dag, eins og þeir allir voru, hafi dregið ský fyrir sólu og orðið dökkskýjað. Björgvin segir það næstum hafa verið eins og í bíómynd. „Ótrúlega mikið við“ Þættirnir verða sex og fara í sýningu á miðvikudagskvöldið. Mæðginin, sem bæði eru í tökum á Snæfellsnesi þessa dagana í öðru verkefni, rúnta að stærstum hluta á milli ísbúða á höfuðborgarsvæðinu þótt þau kíki líka út fyrir borgarmörkin. „Ísinn dregur okkur hingað og þangað,“ segir Edda og Björgvin bætir við að þau mæðginin séu mikið ísfólk. Þau hafi gaman af að prófa nýjar týpur. Þá fari þau á æskuslóðir í höfuðborginni, kíki í gömul myndaalbúm og Björgvin bætir við að hann hafi svo fundið gömul heimavídeó sem voru löngu gleymd. „Ef fólk er tilbúið að vera með okkur, bara Eddu og Björgvin, þá mun það hafa gaman af þessu,“ segir Edda að lokum. Henni líst vel á þættina. „Þetta er ótrúlega mikið við.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við mæðginin í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp