Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2020 23:23 Snjóbíll Hjálparsveitar skáta í Reykjavík var fenginn til að flytja rafstöðina frá Skálafellsjökli og upp á Grímsfjall. Hér er snjóbíllinn með búnað Landvirkjunar og Jarðvísindastofnunar. Mynd/Almannavarnir. Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, sem talið var óásættanlegt vegna vísbendinga um að eldgos gæti verið í uppsiglingu. Vísindatækin eru í skálum Jöklarannsóknafélags Íslands á Grímsfjalli. Auk þess er Neyðarlínan þar með TETRA-sendi og örbylgjusamband sem nær niður á Skeiðarársand. Allar gagnasendingar fara um þennan sendi en hann fær orku úr rafgeymastæðu sem hlaðin er með fjarstýrðri rafstöð. Grímsvötn séð úr vefmyndavél ofan af Grímsfjalli í vikunni.Mynd/Almannavarnir. Þegar rafstöðin bilaði í vikunni stóðu menn frammi fyrir því að einungis 24 tímar væru eftir af hleðslu rafgeymanna og eftir það myndu gögn hætta að berast frá Grímsfjalli. Var gripið til þess ráðs að óska aðstoðar Landhelgisgæslunnar til þess að fljúga með nýja rafstöð upp á Vatnajökul. Sú leið reyndist ófær þar sem rafstöðin var talin of þung fyrir þyrlu. Rafstöðinni var lyft upp í snjóbíllinn um nóttina með traktor af sveitabæ úr Suðursveit.Mynd/Almannavarnir. „Það var til happs að hópur frá Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun og Neyðarlínunni var við mælingar á Vatnajökli og lögðust allir á eitt við að koma nýrri rafstöð upp á Grímsfjall,“ segir í pistli á fésbókarsíðu Almannavarna. Nýja rafstöðin komin á sinn stað í vélargeymslunni á Grímsfjalli.Mynd/Almannavarnir. Til að allt gengi sem skjótast fyrir sig, áður en rafgeymarnir tæmdust, var ákveðið að ný rafstöð yrði flutt landleiðina með bíl austur að Skálafellsjökli. Á sama tíma færi snjóbíll Hjálparsveitar skáta, sem var að þjónusta mælingaleiðangurinn, akandi frá Grímsfjalli niður að jökulsporði til móts við rafstöðina. „Vel gekk að koma rafstöðinni fyrir í snjóbílnum með aðstoð Bjarna Skarphéðins á Vagnsstöðum, sem kom með traktor til að lyfta rafstöðinni, og var hún komin upp á Grímsfjall kl. 04 um nóttina, eða um 18 tímum eftir að óskað var eftir nýrri rafstöð. Rúmlega 2 tíma tók að ganga frá henni og tengja og var allt farið að virka áður en hleðsla geymanna tæmdist,“ segir í lýsingu Almannavarna. „Þetta er stutt saga um frábæra samvinnu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem leggja sitt af mörkum til almannavarna þegar mest á reynir, því við erum öll almannavarnir,“ segir þar. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landsvirkjun Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, sem talið var óásættanlegt vegna vísbendinga um að eldgos gæti verið í uppsiglingu. Vísindatækin eru í skálum Jöklarannsóknafélags Íslands á Grímsfjalli. Auk þess er Neyðarlínan þar með TETRA-sendi og örbylgjusamband sem nær niður á Skeiðarársand. Allar gagnasendingar fara um þennan sendi en hann fær orku úr rafgeymastæðu sem hlaðin er með fjarstýrðri rafstöð. Grímsvötn séð úr vefmyndavél ofan af Grímsfjalli í vikunni.Mynd/Almannavarnir. Þegar rafstöðin bilaði í vikunni stóðu menn frammi fyrir því að einungis 24 tímar væru eftir af hleðslu rafgeymanna og eftir það myndu gögn hætta að berast frá Grímsfjalli. Var gripið til þess ráðs að óska aðstoðar Landhelgisgæslunnar til þess að fljúga með nýja rafstöð upp á Vatnajökul. Sú leið reyndist ófær þar sem rafstöðin var talin of þung fyrir þyrlu. Rafstöðinni var lyft upp í snjóbíllinn um nóttina með traktor af sveitabæ úr Suðursveit.Mynd/Almannavarnir. „Það var til happs að hópur frá Landsvirkjun, Jarðvísindastofnun og Neyðarlínunni var við mælingar á Vatnajökli og lögðust allir á eitt við að koma nýrri rafstöð upp á Grímsfjall,“ segir í pistli á fésbókarsíðu Almannavarna. Nýja rafstöðin komin á sinn stað í vélargeymslunni á Grímsfjalli.Mynd/Almannavarnir. Til að allt gengi sem skjótast fyrir sig, áður en rafgeymarnir tæmdust, var ákveðið að ný rafstöð yrði flutt landleiðina með bíl austur að Skálafellsjökli. Á sama tíma færi snjóbíll Hjálparsveitar skáta, sem var að þjónusta mælingaleiðangurinn, akandi frá Grímsfjalli niður að jökulsporði til móts við rafstöðina. „Vel gekk að koma rafstöðinni fyrir í snjóbílnum með aðstoð Bjarna Skarphéðins á Vagnsstöðum, sem kom með traktor til að lyfta rafstöðinni, og var hún komin upp á Grímsfjall kl. 04 um nóttina, eða um 18 tímum eftir að óskað var eftir nýrri rafstöð. Rúmlega 2 tíma tók að ganga frá henni og tengja og var allt farið að virka áður en hleðsla geymanna tæmdist,“ segir í lýsingu Almannavarna. „Þetta er stutt saga um frábæra samvinnu fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem leggja sitt af mörkum til almannavarna þegar mest á reynir, því við erum öll almannavarnir,“ segir þar.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Landsvirkjun Hornafjörður Skaftárhreppur Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06
Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum Meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir vatnsborð orðið hátt í Grímsvötnum og ef það hlaupi úr þeim á næstu mánuðum verði menn að vera viðbúnir gosi í kjölfarið. 10. júní 2020 22:07