Mest allt íþróttastarf barna leggst af með nýjum takmörkunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 17:24 Æfingar og keppni barna og fullorðinna í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar jafnt innan húss og utan. Vísir/Hanna Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi nú ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október. Þær séu að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði. Áfram verða strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi í dag. Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Allt íþrótta- og tómstundastarf sem krefst snertingar og skólasund barna verður óheimilt á höfuðborgarsvæðinu þegar nýjar sóttvarnaráðstafanir taka gildi á þriðjudag. Á landsbyggðinni verða takmarkanir færðar nær þeim sem hafa gilt á höfuðborgarsvæðinu í á aðra viku. Reglur um skólastarf verða óbreyttar. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að heilbrigðisráðherra hafi nú ákveðið í meginatriðum þær breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október. Þær séu að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði. Áfram verða strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á ríkisstjórnarfundi í dag. Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar: Nándarmörk milli einstaklinga verða 2 metrar. Skylt verður að nota andlitsgrímur þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nándarmörk, m.a. í verslunum. Á viðburðum verður einungis heimilt að hafa 20 gesti í hólfi í hverju rými sem skulu sitja í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Engir áhorfendur mega vera á íþróttaviðburðum, hvorki innan- né utandyra. Íþróttaiðkun, einnig sú sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar, verður heimil, jafnt innan- og utandyra. Líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar: Allt íþrótta- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri sem krefst snertingar verður óheimilt. Skólasund verður óheimilt. Íþróttaiðkun sem ekki krefst snertingar verður heimil en fjöldi þátttakenda má að hámarki vera 20 einstaklingar og 2 metra nándarmörk skulu virt. Engir áhorfendur mega vera viðstaddir. Æfingar og keppni í íþróttum sem krefjast snertingar verða óheimilar, innan húss og utan, jafnt hjá börnum og fullorðnum. Óbreyttar reglur um skólastarf Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íþróttir barna Tengdar fréttir Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Tveggja metra regla um allt land á ný Tveggja metra reglan verður innleidd á öllu landinu á ný þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra um kórónuveiruaðgerðir tekur gildi í næstu viku. 16. október 2020 12:53