Festi hönd sína í gámnum og lést Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2020 10:19 Umræddur söfnunargámur Rauða krossins í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Allt bendir til þess að karlmaður um þrítugt sem lést í Kópavogi á mánudaginn hafi fest sig í söfnunargámi Rauða krossins þegar hann var að teygja sig ofan í hann. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu, í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að sjá neitt annað en að þetta hafi verið slys,“ segir Karl Steinar. Viðkomandi hafi verið að teygja sig eftir einhverju ofan í gámnum þegar hann festi hönd sína. Gámurinn er staðsettur rétt vestan við tónlistarhúsið Salinn í vesturbænum í Kópavogi. Endanlegar niðurstöður úr krufningu liggja ekki fyrir og gætu dregist vegna anna í þeirri deild. Nefnir hann andlát manns í húsbíl sem brann sem annað nýlegt verkefni á borði réttarlæknis. Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Karl Steinar segist ekki hafa heyrt af svona slysi hér á landi áður. Merkingar séu á gámi Rauða krossins sem vari við því að fólk reyni að teygja sig ofan í gáminn. Karlmaðurinn fannst klukkan átta að morgni. Karl Steinar segir ekki ljóst á þessari stundu hve lengi maðurinn hafi verið fastur í gámnum. Þá hafði hann ekki upplýsingar um hvernig málið var tilkynnt. Líklegast hefði lögreglu borist tilkynning frá vegfaranda. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Allt bendir til þess að karlmaður um þrítugt sem lést í Kópavogi á mánudaginn hafi fest sig í söfnunargámi Rauða krossins þegar hann var að teygja sig ofan í hann. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu, í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að sjá neitt annað en að þetta hafi verið slys,“ segir Karl Steinar. Viðkomandi hafi verið að teygja sig eftir einhverju ofan í gámnum þegar hann festi hönd sína. Gámurinn er staðsettur rétt vestan við tónlistarhúsið Salinn í vesturbænum í Kópavogi. Endanlegar niðurstöður úr krufningu liggja ekki fyrir og gætu dregist vegna anna í þeirri deild. Nefnir hann andlát manns í húsbíl sem brann sem annað nýlegt verkefni á borði réttarlæknis. Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Karl Steinar segist ekki hafa heyrt af svona slysi hér á landi áður. Merkingar séu á gámi Rauða krossins sem vari við því að fólk reyni að teygja sig ofan í gáminn. Karlmaðurinn fannst klukkan átta að morgni. Karl Steinar segir ekki ljóst á þessari stundu hve lengi maðurinn hafi verið fastur í gámnum. Þá hafði hann ekki upplýsingar um hvernig málið var tilkynnt. Líklegast hefði lögreglu borist tilkynning frá vegfaranda.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira