Kóralrifið mikla hefur minnkað um helming frá 1995 Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 12:00 Kóralrifið mikla hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi. EPA/DAN PELED Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun. Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Kóralrifið mikla hefur tapað um helmingi alls kórals síns frá árinu 1995. Skaðann má að mestu rekja til hækkandi hitastigs sjávar og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Vísindamenn sem komust að þessari niðurstöðu segja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að rifið hefði tapað álíka magni af öllum tegundum kóralla en mestur skaði átti sér stað árin 2016 og 17. Rannsóknin náði þó eingöngu til áranna 1995 til og með 2017. Rifið varð fyrir enn einu áfallinu á þessu ári. Samkvæmt frétt Brisbane Times er því talið líklegt að ástandið sé í raun alvarlegra en fram kemur í rannsókninni. Í byrjun ársins mældist sjórinn við rifið heitari en nokkru sinni áður síðan mælingar hófust um 1900. Sjá einnig: Kóralrifið mikla í bráðri hættu Stærstu tegundur kóralla virðast hafa orðið hvað verst úti á undanförnum árum og hafa margir dáið vegna aflitunar. Aflitun er þegar kórall sem er undir miklu álagi rekur þörunga sem veita honum lit á brott. Þeir geta jafnað sig, lagist aðstæður þeirra, en það getur tekið áratugi. Í frétt BBC er vísað í rannsókn frá því í fyrra þar sem því var haldið fram að elstu kórallarnir væru dauðir og því ætti rifið erfitt með að endurnýja sig. Færri kórallar sem geti fjölgað sér séu lifandi. Í frétt Washington Post er haft eftir vísindamönnunum sem komu að rannsókninni að við norðanverðan jaðar kóralrifsins mikla hafi nýlendur kórala nánast þurrkast út. Afbrigðilegar hitabylgjur séu að leika rifið grátt og svo virðist sem að tíðni þeirra hafi aukist. Þannig hafi rifið sífellt minni tíma til að jafna sig. Hér má sjá nokkurra ára gamla heimildarmynd ABC um aflitun.
Ástralía Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira