Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 09:30 Soyuz-2.1a eldflaug bar Soyuz MS-17 geimfarið á braut um jörðu. AP/Roscosmos Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA.
Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira