Þjófar á Granda reyndust stúlkur undir sakhæfisaldri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 23:16 Ýmis mál hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í verslun úti á Granda á fimmta tímanum í dag vegna þjófnaðar úr verslun. Þjófarnir reyndust vera „stúlkubörn undir sakhæfisaldri“ að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið leyst í samráði við foreldra stúlknanna og verður barnaverndaryfirvöldum gert viðvart. Laust fyrir klukkan átta í kvöld var kona handtekin, einnig vegna gruns um þjófnað úr verslun á Granda, en var hún látin laus að skýrslutöku lokinni. Ekki fylgir sögunni um hvaða verslun eða verslanir var að ræða. Þá var kona handtekin upp úr klukkan þrjú í dag vegna gruns um líkamsárás. Hún gistir nú fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hana sem ekki hefur verið hægt sökum ástands konunnar. Þolandi er lítið meiddur en talið er að hann muni gangast undir læknisskoðun. Tveir karlmenn voru handteknir í kvöld vegna framleiðslu á kannabis. Um litla ræktun mun hafa verið að ræða og telst málið upplýst og verður sent ákærusviði lögreglu til frekari afgreiðslu. Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu Umferðarslys varð á Digranesvegi í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld þegar ökumaður sýndi ekki næga aðgát og hafnaði ökutæki hans á annarri bifreið. Áverkar voru minniháttar og tjón sömuleiðis að því er segir í dagbók lögreglu. Frá því upp úr hádegi í dag hefur lögreglan haft afskipti af nokkrum fjölda ökumanna vegna umferðarlagabrota, aksturs án ökuréttinda eða undir áhrifum fíkniefna. Þá voru alls sex ökumenn kærðir síðdegis í dag fyrir að aka götu í Álandi í Reykjavík þar sem akstur er bannaður öðrum en sjúkrabifreiðum. „Ökumenn voru hneykslaðir á afskiptum lögreglu og að þessi gata væri lokuð með þessum hætti. Ökumenn játuðu þó brot sín og vitneskju sína um að þessi gata væri lokuð almenni umferð og hver tilgangur hennar væri. Íbúar og fjöldi gangandi vegfarenda hrósuðu lögreglu fyrir framtakið um að stöðva háttalag sem þetta,“ er skrifað um mál þetta í tilkynningu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira