Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 21:00 Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu, reitti hægriöfgahópa til reiði með því að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hópur þeirra ræddi um að ræna honum og ríkisstjóra Michigan. Vísir/EPA Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49