Þúsundir Íslendinga flykkjast á Smitten Smitten 14. október 2020 10:12 Smitten er nýtt íslenkst stefnumóta-app sem slegið hefur í gegn. Stofnendur appsins vonast til þess að Smitten verði stærra en Tinder Nýtt íslenskt stefnumóta-app, Smitten, leit dagsins ljós nú á dögunum. Appið, sem svipar jafnvel meira til tölvuleiks en stefnumóta-apps, hefur heldur betur fallið í kramið hjá Íslendingum en nú strax á fyrstu vikunum skipta notendur þúsundum. Hægt er að nálgast appið hér. „Smitten er einfalt app í sjálfu sér. Þú færð allt að 40 manns í einu og velur þá sem þér líkar við og hafnar þeim sem þú telur að séu ekki fyrir þig. Raunar setur þú þá sem þú hafnar í ruslatunnuna. Ef þú líkar við einhvern og hann eða hún líkar þig til baka opnast fyrir spjall sem rennur út eftir viku. Eftir það hverfur manneskjan, nema þið hafið bæði ákveðið að framlengja spjallið," útskýrir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Prófílarnir á Smitten eru til þess gerðir að þú fáir smjörþefinn af því hver manneskjan er. Til þess að geta notað appið þarft þú að setja inn 3 myndir af þér og svara nokkrum spurningum en einnig getur þú sett inn svokallaða topp 3 lista. „Við erum með yfir 100 lista um allt milli himins og jarðar. Þú getur sagt hver uppáhalds podcöstin þín eru, hver uppáhalds maturinn þinn er og jafnvel skrýtnustu staði sem þú hefur stundað kynlíf á,” segir Davíð Örn. Stofnendurnir telja sig geta unnið Tinder með nýja appinu. „Það erfiðasta sem stefnumóta-apps notendur standa frammi fyrir er að byrja samtal eftir að tengingu hefur verið komið á. Oft er lítið um haldbært efni sem má nota til þess að brjóta ísinn, en á Smitten eru sérstakir ísbrjótar sem gera þér lífið auðveldara í þeim efnum. Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af ísbrjótum en sá allra vinsælasti er Guessary, en í einföldu máli færðu tækifæri til að giska á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Þannig getur þú sem dæmi giskað hvort manneskjan borði ananas á pizzu, hvort viðkomandi hafi einhverntímann verið handtekinn, eða hafi verið ástfanginn áður” segir Davíð Örn. Á næstu vikum eigum við eftir að sjá glænýja fítusa birtast í appinu, en markmiðið er að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-app sem völ er á. Notendur sem hafa nú þegar sótt appið hafa ekki farið varhluta af þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað á fyrstu dögunum og vikunum. „Smitten á að vera lifandi vara og breytast með tímanum. Ef þú prufar appið og kemur svo aftur inn nokkrum vikum eða mánuðum síðar, þá er upplifunin ólíklega sú sama. Þessi mikla áhersla á að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-appið, krefst þess að við séum skapandi og leyfum okkur að gera ýmsar sniðugar útfærslur sem ekki sjást á öðrum öppum” segir Davíð. Stefnan er sett á að leggja undir sig Skandinavíu á næstu vikum og mánuðum, en þar eru tækifæri, líkt og á Íslandi, fyrir stefnumóta-app eins og Smitten. Hægt er að sækja appið bæði á App Storeog Google Play Ástin og lífið Kynlíf Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Nýtt íslenskt stefnumóta-app, Smitten, leit dagsins ljós nú á dögunum. Appið, sem svipar jafnvel meira til tölvuleiks en stefnumóta-apps, hefur heldur betur fallið í kramið hjá Íslendingum en nú strax á fyrstu vikunum skipta notendur þúsundum. Hægt er að nálgast appið hér. „Smitten er einfalt app í sjálfu sér. Þú færð allt að 40 manns í einu og velur þá sem þér líkar við og hafnar þeim sem þú telur að séu ekki fyrir þig. Raunar setur þú þá sem þú hafnar í ruslatunnuna. Ef þú líkar við einhvern og hann eða hún líkar þig til baka opnast fyrir spjall sem rennur út eftir viku. Eftir það hverfur manneskjan, nema þið hafið bæði ákveðið að framlengja spjallið," útskýrir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Prófílarnir á Smitten eru til þess gerðir að þú fáir smjörþefinn af því hver manneskjan er. Til þess að geta notað appið þarft þú að setja inn 3 myndir af þér og svara nokkrum spurningum en einnig getur þú sett inn svokallaða topp 3 lista. „Við erum með yfir 100 lista um allt milli himins og jarðar. Þú getur sagt hver uppáhalds podcöstin þín eru, hver uppáhalds maturinn þinn er og jafnvel skrýtnustu staði sem þú hefur stundað kynlíf á,” segir Davíð Örn. Stofnendurnir telja sig geta unnið Tinder með nýja appinu. „Það erfiðasta sem stefnumóta-apps notendur standa frammi fyrir er að byrja samtal eftir að tengingu hefur verið komið á. Oft er lítið um haldbært efni sem má nota til þess að brjóta ísinn, en á Smitten eru sérstakir ísbrjótar sem gera þér lífið auðveldara í þeim efnum. Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af ísbrjótum en sá allra vinsælasti er Guessary, en í einföldu máli færðu tækifæri til að giska á hverskonar manneskja er á hinum endanum. Þannig getur þú sem dæmi giskað hvort manneskjan borði ananas á pizzu, hvort viðkomandi hafi einhverntímann verið handtekinn, eða hafi verið ástfanginn áður” segir Davíð Örn. Á næstu vikum eigum við eftir að sjá glænýja fítusa birtast í appinu, en markmiðið er að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-app sem völ er á. Notendur sem hafa nú þegar sótt appið hafa ekki farið varhluta af þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað á fyrstu dögunum og vikunum. „Smitten á að vera lifandi vara og breytast með tímanum. Ef þú prufar appið og kemur svo aftur inn nokkrum vikum eða mánuðum síðar, þá er upplifunin ólíklega sú sama. Þessi mikla áhersla á að Smitten sé skemmtilegasta stefnumóta-appið, krefst þess að við séum skapandi og leyfum okkur að gera ýmsar sniðugar útfærslur sem ekki sjást á öðrum öppum” segir Davíð. Stefnan er sett á að leggja undir sig Skandinavíu á næstu vikum og mánuðum, en þar eru tækifæri, líkt og á Íslandi, fyrir stefnumóta-app eins og Smitten. Hægt er að sækja appið bæði á App Storeog Google Play
Ástin og lífið Kynlíf Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira