Við viljum gera vel en… Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2020 13:00 Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun