Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 13. október 2020 12:41 Icelandair Cargo þota tekur á loft í Keflavík. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Icelandair segir þó að hjálpargögn hafi verið í flugvélinni, ekki vopn. Armenía og Aserbaídsjan eiga nú í stríði um héraðið Nagorno-Karabakh. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að hjálpargögnin séu frá bandarísku góðgerðasamtökunum Armenia Fund sem starfrækt eru í Los Angeles í Bandaríkjunum. „Um var að ræða meðal annars búnað fyrir fyrstu hjálp, sjúkrarúm, svefnpoka og fatnað. Icelandair Group tekur að sér ýmis leiguflugsverkefni í gegnum Loftleiðir Icelandic og Icelandair Cargo og er þetta eitt af þeim. Verkefnið kemur þannig til að félagið hefur um nokkurt skeið flogið þessa flugleið í leiguflugi með farþega á milli Bandaríkjanna og Armeníum,“ segir í svari Ásdísar. Staðhæfa um vopnaflutninga Axar.az segir vopn hafa verið flutt frá Keflavík til Jerevan á sunnudaginn. Þá var flugvél Icelandair flogið til Jerevan. Í umfjöllun Azeri Daily, frá því um helgina, er staðhæft að um flugvélin hafi verið ekki verið notuð til að flytja lyf, matvæli og föt, heldur vopn. Rússnesk vopn sem hafi verið keypt af einkaaðilum. Vert er að taka fram að lítið sem ekkert er vitnað í heimildir í grein Azeri Daily og ber hún mörg ummerki áróðurs. Þá er sömuleiðis rétt að benda á að fjölmiðlafrelsi í Aserbaídsjan er verulega takmarkað. Ríkisdagblaðið Azadliq birti svipaða frétt í gær þar sem talað var um vopnasendingar til Armeníu undir yfirskini góðgerðasendinga. Ísland eða Icelandair var þó ekki nefnt í þeirri frétt og önnur góðgerðasamtök en Armenia Fund. Í svari Samgöngustofu við fyrirspurn fréttastofu segir að engin heimild til vopnaflutninga hafi verið veitt á þessu ári. Stofnunin hafi þar að auki ekki upplýsingar um að slíkir flutningar hafi farið fram á vegum íslenskra flugrekenda. Hafa lengi deilt um yfirráð Nagorno-Karabakh Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átök hófust að nýju þann 27. september. Hundruð hafa fallið og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Eins og áður segir flutti Icelandair hjálpargögn fyrir Armenia Fund í Los Angeles. Eitt stærsta samfélag brottfluttra Armena má finna í Kaliforníu. Þúsundir hafa komið saman við ræðismannsskrifstofu Aserbaídsjan í Los Angeles og mótmælt átökunum á milli ríkjanna. Samkvæmt frétt LA Times mótmæltu einnig tugir þúsunda við sendiráð Tyrklands í Beverly Hills á sunnudaginn. Þá hafa bandarískir Armenar einnig hafið söfnun fyrir Armeníu. Meðal frægustu einstaklinganna sem tilheyra þessu samfélagi Armena í Kaliforníu er Kardashian fjölskyldan. Kim Kardashian West tilkynnti til að mynda um helgina að hún hefði gefið Armenia Fund eina milljón dala. View this post on Instagram I m so honored to be part of today s global effort to support the @armeniafund. I ve been speaking out about the current situation in Armenia and Artsakh and having conversations with so many others to bring further awareness to the crisis that we cannot allow to advance. My thoughts and prayers are with the brave men, women and children. I want everyone to remember that despite the distance that separates us, we are not limited by borders and we are one global Armenian nation together. The @armeniafund is directly helping those that have been impacted during this critical time with humanitarian aid through food, shelter, and medical care. I will be donating $1M to assist their efforts on the ground and invite you to join me. Whether you are helping with just raising awareness and posting on social media or donating just $1, every bit helps. Let s make this our most successful fundraiser ever. Thank you so much. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Oct 10, 2020 at 1:01pm PDT Armenía Aserbaídsjan Icelandair Bandaríkin Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu. Icelandair segir þó að hjálpargögn hafi verið í flugvélinni, ekki vopn. Armenía og Aserbaídsjan eiga nú í stríði um héraðið Nagorno-Karabakh. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að hjálpargögnin séu frá bandarísku góðgerðasamtökunum Armenia Fund sem starfrækt eru í Los Angeles í Bandaríkjunum. „Um var að ræða meðal annars búnað fyrir fyrstu hjálp, sjúkrarúm, svefnpoka og fatnað. Icelandair Group tekur að sér ýmis leiguflugsverkefni í gegnum Loftleiðir Icelandic og Icelandair Cargo og er þetta eitt af þeim. Verkefnið kemur þannig til að félagið hefur um nokkurt skeið flogið þessa flugleið í leiguflugi með farþega á milli Bandaríkjanna og Armeníum,“ segir í svari Ásdísar. Staðhæfa um vopnaflutninga Axar.az segir vopn hafa verið flutt frá Keflavík til Jerevan á sunnudaginn. Þá var flugvél Icelandair flogið til Jerevan. Í umfjöllun Azeri Daily, frá því um helgina, er staðhæft að um flugvélin hafi verið ekki verið notuð til að flytja lyf, matvæli og föt, heldur vopn. Rússnesk vopn sem hafi verið keypt af einkaaðilum. Vert er að taka fram að lítið sem ekkert er vitnað í heimildir í grein Azeri Daily og ber hún mörg ummerki áróðurs. Þá er sömuleiðis rétt að benda á að fjölmiðlafrelsi í Aserbaídsjan er verulega takmarkað. Ríkisdagblaðið Azadliq birti svipaða frétt í gær þar sem talað var um vopnasendingar til Armeníu undir yfirskini góðgerðasendinga. Ísland eða Icelandair var þó ekki nefnt í þeirri frétt og önnur góðgerðasamtök en Armenia Fund. Í svari Samgöngustofu við fyrirspurn fréttastofu segir að engin heimild til vopnaflutninga hafi verið veitt á þessu ári. Stofnunin hafi þar að auki ekki upplýsingar um að slíkir flutningar hafi farið fram á vegum íslenskra flugrekenda. Hafa lengi deilt um yfirráð Nagorno-Karabakh Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átök hófust að nýju þann 27. september. Hundruð hafa fallið og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín. Eins og áður segir flutti Icelandair hjálpargögn fyrir Armenia Fund í Los Angeles. Eitt stærsta samfélag brottfluttra Armena má finna í Kaliforníu. Þúsundir hafa komið saman við ræðismannsskrifstofu Aserbaídsjan í Los Angeles og mótmælt átökunum á milli ríkjanna. Samkvæmt frétt LA Times mótmæltu einnig tugir þúsunda við sendiráð Tyrklands í Beverly Hills á sunnudaginn. Þá hafa bandarískir Armenar einnig hafið söfnun fyrir Armeníu. Meðal frægustu einstaklinganna sem tilheyra þessu samfélagi Armena í Kaliforníu er Kardashian fjölskyldan. Kim Kardashian West tilkynnti til að mynda um helgina að hún hefði gefið Armenia Fund eina milljón dala. View this post on Instagram I m so honored to be part of today s global effort to support the @armeniafund. I ve been speaking out about the current situation in Armenia and Artsakh and having conversations with so many others to bring further awareness to the crisis that we cannot allow to advance. My thoughts and prayers are with the brave men, women and children. I want everyone to remember that despite the distance that separates us, we are not limited by borders and we are one global Armenian nation together. The @armeniafund is directly helping those that have been impacted during this critical time with humanitarian aid through food, shelter, and medical care. I will be donating $1M to assist their efforts on the ground and invite you to join me. Whether you are helping with just raising awareness and posting on social media or donating just $1, every bit helps. Let s make this our most successful fundraiser ever. Thank you so much. A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Oct 10, 2020 at 1:01pm PDT
Armenía Aserbaídsjan Icelandair Bandaríkin Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira