Gengið vonum framar að ná utan um smit á hjúkrunarheimilum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 18:53 María Fjóla Harðardóttir er forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Sjá meira
Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02
Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17