Innlent

Áletrun þrifin burt í snarhasti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Áletrunin háþrýstiþvegin af veggnum í dag. Skiltamálun Reykjavíkur og félagar máluðu verkið á vegginn á laugardag, fyrir tveimur sólarhringum
Áletrunin háþrýstiþvegin af veggnum í dag. Skiltamálun Reykjavíkur og félagar máluðu verkið á vegginn á laugardag, fyrir tveimur sólarhringum Lóa Hjálmtýsdóttir

Hafist var handa við að þrífa stóra áletrun á vegg við Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. Á veggnum stóð málað stórum stöfum „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ en verkið var málað á laugardag. Það hafði því aðeins fengið að standa í tvo sólarhringa.

Veggurinn stendur við Sjávarútvegshúsið, húsnæði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, og hefur iðulega verið þakinn veggjakroti, sem virðist hingað til hafa fengið að standa að mestu óáreitt.

Ásjóna veggjarins hefur verið á þessa leið í gegnum tíðina.Narfi

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins segir í samtali við Vísi að það skjóti skökku við að verkið sem málað var á vegginn á laugardag hafi verið fjarlægt svo fljótt í ljósi þess að engin afskipti hafi verið höfð af veggjakrotinu hingað til. Hún líti á verknaðinn sem þöggun.

Vísir hefur sent Ríkiseignum fyrirspurn vegna málsins. Myndband af þvottinum í dag má sjá hér að ofan og hér að neðan má sjá færslur um málið á samfélagsmiðlum í dag.


Tengdar fréttir

Stjórnar­skrá á undar­legum tímum

Nú eru undarlegir tímar og blikur á lofti. Umhverfisvá sem síðasta misserið hefur kristallast í COVID, ofurvald stórfyrirtækja sem einskis svífast og eiga fátt skylt við það sem einusinni var kallað kapítalismi, vaxandi völd popúlískra einræðisdólga sem níðast á minnihlutahópum og ýmissa lukkuriddara sem ala á sundrungu og jafnvel mannhatri sem klæða það stundum í sauðargærur hugmynda með fræðilegt yfirbragð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×