Fátæktargildran: Hin blóðuga sóun Jón Ingi Hákonarson skrifar 12. október 2020 10:00 Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun