Fátæktargildran: Hin blóðuga sóun Jón Ingi Hákonarson skrifar 12. október 2020 10:00 Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þó nokkru heyrði ég mætan mann segja að þjóð þyrfti að telja að minnsta kosti fimm milljónir manna til þess að hún áttaði sig á því að hún væri smáþjóð. Við eigum enn nokkuð í land ef þetta er rétt. Krónan er dýr gjaldmiðill og það er hollt að reyna að átta sig á því hversu mikið hún kostar okkur, bæði sem einstaklingar og ekki síður sem samfélag. Það er ekki fyrr en við skiljum kosti hennar og galla að við getum metið hvort við viljum halda í hana til framtíðar. Til að halda úti krónunni verðum við að hafa aðgang að gjaldeyrisvarasjóði. Þessi ráðstöfun hefur kostað í gegnum tíðina a.m.k. 20 milljarða árlega. Forsendur mínar eru þær að vaxtamunur á 10 ára skuldabréfum á milli Íslands og útlanda hefur í gegnum tíðina verið á milli þrjú til fimm prósent. Þessi vaxtamunur er minni í augnablikinu vegna lágra vaxta hér á landi en þessi vaxtalækkun er þó ekki talin varanleg og hefur Seðlabankinn m.a. varað við því að vaxtastigið hér á landi muni að öllum líkindum hækka. Það mun auka vaxtamuninn og þar með kostnaðinn við gjaldeyrisvarasjóðinn. Setjum þetta aðeins í samhengi, áætluð veiðigjöld ársins 2020 eru tæpir 5 milljarðar og við rífumst og hneykslumst þegar íhaldsflokkarnir þrír lækka veiðigjöldin um 2 milljarða. Kostnaður okkar vegna gjaldeyrisvarasjóðs er fjórum sinnum meiri en tekjur af auðlindinni. Þetta er risastór fjárhæð og það er erfitt að skynja hana, en þetta er eins og : Tvö ný jarðgöng á ári án þess að fara í lántökur. Það mætti byggja nýtt hátæknisjúkrahús á fjórumárum, án lántöku. Þetta er eitt stykki Harpa Það mætti auka framlög til Landspítalans um 30%. Hægt væri að hækka ellilífeyrisgreiðslur TR um 30% Við gætum útrýmt einbreiðum brúm og átt sjö milljarða í afgang á einu ári. Við gætum fjármagnað Borgarlínu á fjórum árum án lántöku Það mætti gera svo ótal margt. Af hverju erum við ekki að ræða þetta? Þetta er bara eitt dæmi um þá gengdarlausu sóun sem fylgir því að vera með sjálfstæða örmynt og þá er ótalinn u.þ.b. 200 milljarða árlegur kostnaður sem leggst á alla þá sem skulda hér á landi en um það má lesa í fyrri grein minni, fátæktargildran frá 21. september. Bjarni Benediktsson sagði í Silfrinu að í kerfinu væri blóðug sóun á almannafé. Ég er sammála því. Okkur greinir hins vegar á hvar þá sóun er að finna. Viðreisn vill taka upp stóra alþjóðlega mynt. Það vil ég líka. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun