Sandra Erlingsdóttir átti góðan leik fyrir Álaborg er liðið lagði AGF í dönsku B-deildinni í handbolta í dag. Lokatölur 29-20 Álaborg í vil.
Sandra átti mjög góðan leik en Álaborg átti í litlum vandræðum með gesti sína í leik dagsins. Álaborg var með fimm marka forystu í hálfleik, staðan þá 16-11. Gestirnir komust aldrei inn í leikinn að neinu viti og fór það svo að Álaborg vann þægilegan níu marka sigur, lokatölur 29-20.
Sandra skoraði fjögur mörk í leiknum. Þrjú úr opnu spili og eitt úr vítakasti. Álaborg stefnir hraðbyr á dönsku úrvalsdeildina þegar fimm umferðum er lokið en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa.