Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 12:39 Til vinstri er Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Til hægri er Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Vísir Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur. Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að uppsögn tollasamninga myndi færa matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra fjallaði um landbúnað í grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Tekur hann tollasamninga ESB sérstaklega fyrir og segir það sína skoðun og til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar að það eigi að segja þessum ESB tollasamningi upp. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að með þessu virðist ráðherrann ætla að snúa klukkunni til baka um nokkra áratugi hvað varðar viðskiptafrelsi og samkeppni á matvörumarkaði. Minnir á að Sigurður Ingi gerði tollasamninginn „Það er líka mjög merkilegt að maðurinn sem gerði sjálfur tollasamninginn við Evrópusambandið og lét hafa eftir sér að það væri mikið hagsmunamál bæði fyrir íslenska neytendur og íslenskan landbúnað, að hann sé búinn að snúa blaðinu rækilega við og sé farinn að reyna að yfirbjóða Miðflokkinn í afturhaldi og verndarstefnu,“ sagði Ólafur Stephensen. Slæmar fréttir fyrir neytendur Verði tollasamningnum sagt upp geti Íslendingar kvatt gott úrval af evrópskum vörum á hagstæðu verði. „Það gríðarlega mikla úrval af t.d. evrópskum ostum sem við höfum séð í búðum undanfarin ár á hagstæðu verði. Það væntanlega hverfur eða verður að minnsta kosti miklu dýrara og fólk hefur síður efni á að kaupa þær vörur.“ Þá segir hann að innflutt kjöt sem hefur verið fáanlegt í búðum á hagstæðu verði, hverfi. „Væntanlega hækkar líka um leið verð á innlendu framleiðslunni af því það er bara viðurkennt hagfræðilögmál að þegar tekið er fyrir erlenda samkeppni með verndarstefnu þá geta innlendir framleiðendur óáreittir hækka verðið og það virðist vera það sem fyrir ráðherranum vakir,“ sagði Ólafur. Þá segist hann ekki vera viss um að samkeppnisyfirvöld leggi blessun sína yfir þessar hugmyndir. „Ég á alveg eftir að sjá að samkeppnisyfirvöld taki vel í þessar hugmyndir og ég á líka eftir að sjá að samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn, að minnsta kosti þeir sem tala um samkeppni og viðskiptafrelsi taki vel í þetta,“ sagði Ólafur. „Þetta eru eldgamlar hugmyndir sem myndu færa viðskiptaumhveri í kringum matvörumarkaðinn áratugi aftur í tímann.“ „Íslenskt best í heimi?“ „Salmonellusýkingar hér á landi eru mun fleiri en t.d. í Danmörku þar sem lang mest af innflutnum kjúklingi kemur. Menn geta ekki lengur leyft sér að segja að allt sem íslenskt er sé svo ofsalega gott en allt sem útlenskt er sé svo vont. Þetta er áratuga gamall málflutningur sem ég held að allir hljóti að sjá í gegnum og gengur þvert á almannahagsmuni,“ sagði Ólafur. Þá þurfi að muna að stutt er í kosningar. „Það er alveg augljóst að Framsóknarflokkurinn er þarna að reyna að krækja í eitthvað af fylgi Miðflokksins. Ég get ekki séð annan tilgang með þessu útspili,“ sagði Ólafur.
Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira