Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 23:43 Frá fjölmennri athöfn í Rósagarði Hvíta hússins laugardaginn 26. september. Þar kynnti Trump Amey Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Síðan hafa fjölmargir sem sóttu athöfnina greinst með kórónuveiruna. Getty/The Washington Post Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. Fauci segir að „ofurdreifing“ hafi orðið á veirunni á viðburðinum. Trump greindist með kórónuveiruna í lok síðustu viku. Laugardaginn áður kynnti hann Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið við fjölmenna athöfn. Myndir frá viðburðinum sýna fólk sitja þétt saman, flest grímulaust. Fjölmargir sem viðstaddir voru athöfnina hafa síðan greinst með kórónuveiruna, þar af margir úr starfsliði forsetans. Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna.Getty/Al Drago Fauci var inntur eftir því í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í dag hvað honum þætti um þá stefnu Bandaríkjastjórnar að koma til dæmis ekki á grímuskyldu. „Ég held að tölurnar tali sínu máli,“ svaraði Fauci. „Það varð „ofurdreifing“ [á kórónuveirunni] á viðburði í Hvíta húsinu og það var við aðstæður þar sem fólk var þétt saman og bar ekki grímur. Þannig að tölurnar tala sínu máli.“ Þar vísaði Fauci til áðurnefndrar athafnar, hvar Barrett var kynnt sem hæstaréttardómaraefni. Trump, sem greindist með veiruna fyrir rétt rúmri viku, mun koma fram í sjónvarpsviðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni í kvöld. Þar hyggst hann jafnframt gangast undir læknisskoðun. Þá mun Trump ávarpa hundruð áheyrenda á svölum Hvíta hússins á morgun. Þá verða tíu dagar liðnir frá því að forsetinn greindist, að sögn lækna hans. Á mánudag er svo fjöldafundur á dagskrá í Flórída, hvar búist er við að Trump ávarpi stuðningsmenn sína. Ekkert verður hins vegar af kappræðum Trumps og mótframbjóðenda hans í forsetakosningunum, Joe Biden, sem ráðgert var að yrðu haldnar 15. október. Þetta kemur fram í tilkynningum frá báðum framboðum í dag. Trump hafði áður neitað að taka þátt í kappræðunum sem fara áttu fram í gegnum netið.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20
Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. 8. október 2020 06:48