Farþegar híma úti í kulda og trekki Kolbrún Baldursdóttir skrifar 9. október 2020 21:14 Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur lagt fram nokkur mál í gegnum tíðina sem lúta að almenningssamgöngum. Ef þeim er ekki vísað frá samstundis hefur þeim verið vísað til stjórnar Strætó bs. til umsagnar. Þar hafa sum þeirra einfaldlega dagað uppi eða strandað á borði stjórnarinnar. Þetta er afar hvimleitt, ekki síst þegar ekki hefur frést af málinu t.d. í meira en ár. Einnig er þetta slæmt því það er fólk sem bíður eftir viðbrögðum og auðvitað afgreiðslu þessara mála. Árið 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að biðsalur Strætó bs. í Mjódd verði opinn eins lengi og vagnar ganga og að betur verði búið að biðsalnum þar sem margir nota hann daglega. Verst af öllu er að hann skuli ekki vera hafður opinn lengur en raun ber vitni. Það skýtur skökku við í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 er einfaldlega ekki boðlegt hjá þjónustufyrirtæki eins og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Ekki hafa allir efni á að eiga bíl. Mjóddin er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega Strætó. Tillagan var ekki lögð fram að ástæðulausu. Allmargir hafa haft samband og beðið mig um að reyna að ná þessum breytingum fram og hafa nú beðið eftir svörum í eitt ár því ekkert heyrist frá stjórn Strætó bs. Bent hefur verið á hversu erfitt það er að híma úti í alls kyns veðri og vindum, roki og rigningu, snjókomu og myrkri. Nú nýlega fékk ég skeyti frá konu á níræðis aldri og sagðist hún ekki treysta sér til að vera á ferðinni með strætó eftir kl. 17. Hún hafði tvisvar lent í því að hanga í hálftíma, eftir að hafa rétt misst af vagni, í svarta myrkri og kulda. Hún bað mig að reyna að koma vitinu fyrir þá sem hafa með almenningssamgöngur að gera og fá þá til að hafa biðsalinn opinn lengur en hann er harðlæstur á slaginu kl. 18 alla daga. Það hvatti mig til þess að reka á eftir þessu máli og vona ég að þessi pistill hjálpi einnig til við það. Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra Þetta er ekki eina mál Flokks fólksins sem liggur á borðinu hjá stjórn Strætó bs. án þess að hafa fengið athygli stjórnarinnar. Í febrúar sl. var fulltrúi Flokks fólksins með tillögu um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra með það að markmiði að fólk geti keypt árskort fyrir aðgang að ferðaþjónustu fatlaðra og þurfi ekki að greiða fyrir hverja ferð. Lagt var til að Reykjavík beiti sér fyrir því að árskort fyrir ferðaþjónustu fatlaðra gildi einnig til að ferðast með Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. Málinu var vísað til stjórnar Strætó bs. þar sem það situr þar enn. Ferðaþjónusta fatlaðra er á vegum Reykjavíkur, ekki Strætó, og því gilda ólíkar verðskrár. Vegna þessa gildir árskort fyrir öryrkja aðeins í strætó en ekki fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, sem þó er á vegum Strætó bs. Verð fyrir stakar ferðir er það sama en gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra býður ekki uppá magnafslátt fyrir alla, svo sem með því að kaupa kort. Það er að vísu boðið upp á nemakort fyrir fatlaða nemendur í framhalds- og háskólum en það kostar 22.600 kr. á ári fyrir 16-17 ára og 52.900 kr. á ári fyrir eldri einstaklinga. Það liggur í augum uppi að það er nauðsynlegt að bjóða upp á árskort. Jafnvel þótt kortið myndi kosta heilar 100.000 kr. þá eru samt yfir 200 einstaklingar sem myndu spara sér pening með því að kaupa það. Það eru því yfir 200 einstaklingar sem greiða meira en 100.000 kr. árlega í akstursþjónustuna og því enn frekar tilefni til að boðið yrði upp á árskort fyrir akstursþjónustu fatlaðra. En þessi tillaga Flokks fólksins liggur sem sagt enn á borði stjórnar Strætó bs. Í ljósi þess að tillagan um biðskýlið var lögð fram fyrir ári má allt eins vænta þess að umsögn og afgreiðsla á tillögunni um að endurskoða gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra komi ekki til afgreiðslu fyrir næsta ár. Slíkur er oft hægagangurinn hjá stjórn Strætó bs. og kerfisins alls. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar