Plástur á sárið Katrín Atladóttir skrifar 9. október 2020 07:01 Við siglum nú inn í áttunda mánuð fordæmalausra tíma. Undanfarið hefur ýmislegt vanist sem virtist fjarstæðukennt í ársbyrjun. Knúsleysi, ferðatakmarkanir og þríeykið á skjánum, svo fátt eitt sé nefnt. Annað venst þó ekki jafn vel, eins og tekjuhrun og óvissa þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt á heimsóknum ferðamanna og samkomum fólks. Undanfarin ár hefur sprottið upp fjölbreytt flóra veitingahúsa um allt land, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, með fjölda starfa og jákvæðum áhrifum á mannlífið. Íslensk handverksbrugghús eru annar ungur geiri, en þau eru nú á þriðja tug á landinu og tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð, greiða skatta og draga gesti í sín sveitarfélög. Starfsfólk og eigendur þessara fyrirtækja horfa nú fram á allt annan veruleika en á sama tíma fyrir ári. Í mars skoraði veitingafólk á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um jafnræði í netverslun með áfengi. Staðir sem reiða sig nú að mestu á heimsendingar gætu þannig sent vel valin gæðavín eða bjór heim með matnum. Þannig mætti jafnvel auka veltuna nóg til að halda velli í gegnum stærsta skaflinn. Í haust tóku handverksbrugghús undir og skoruðu samhliða á ráðherra að tryggja rétt smáframleiðenda til sölu á framleiðslustað. Brugghúsin höfðu að miklu leyti reitt sig á heimsóknir ferðamanna, enda fá vörur þeirra lítið pláss í ríkisbúðinni. Með breytingunni mætti því verja afkomu fjölda frumkvöðlafyrirtækja og starfsfólks þeirra, oft í brothættum byggðum úti á landi. Ráðherra svaraði kallinu í lok september, en í samráðsgátt eru nú frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Málið er mikilvægt, enda núverandi ástand óviðunandi. Í dag geta Íslendingar nefnilega keypt áfengi í netverslun án takmarkana, líkt og á öllu EES-svæðinu, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins. Eina skilyrðið er að netverslunin sé erlend, enda íslensk netverslun með áfenga drykki bönnuð með lögum. Ef íslensk smábrugghús vilja selja Íslendingum vörur sínar löglega gegnum netið þarf því að senda þær með flugvél eða skipi til útlanda, þaðan sem þær eru svo sendar strax aftur til Íslands gegnum erlenda netverslun. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru lýðheilsusjónarmið. Afleiðingarnar eru hins vegar augljósar. Aukið kolefnisspor og tekjutap íslenskra framleiðenda, auk skekktrar samskeppnisstöðu við erlend fyrirtæki. Líklega hefur aldrei verið mikilvægara en nú að styðja við nýsköpun og tryggja frjóan jarðveg fyrir lítil fyrirtæki. Frumvarp ráðherra gæti hleypt lífi í mörg fyrirtæki og tryggt störf. Næsta rökrétta skref væri svo auðvitað að hleypa áfenginu í hillur kaupmannsins á horninu og styrkja stöðu hans gagnvart stóru risunum, sem deila bílastæði með útibúi ÁTVR. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við siglum nú inn í áttunda mánuð fordæmalausra tíma. Undanfarið hefur ýmislegt vanist sem virtist fjarstæðukennt í ársbyrjun. Knúsleysi, ferðatakmarkanir og þríeykið á skjánum, svo fátt eitt sé nefnt. Annað venst þó ekki jafn vel, eins og tekjuhrun og óvissa þeirra sem byggja lífsviðurværi sitt á heimsóknum ferðamanna og samkomum fólks. Undanfarin ár hefur sprottið upp fjölbreytt flóra veitingahúsa um allt land, ekki síst í miðborg Reykjavíkur, með fjölda starfa og jákvæðum áhrifum á mannlífið. Íslensk handverksbrugghús eru annar ungur geiri, en þau eru nú á þriðja tug á landinu og tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð, greiða skatta og draga gesti í sín sveitarfélög. Starfsfólk og eigendur þessara fyrirtækja horfa nú fram á allt annan veruleika en á sama tíma fyrir ári. Í mars skoraði veitingafólk á dómsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um jafnræði í netverslun með áfengi. Staðir sem reiða sig nú að mestu á heimsendingar gætu þannig sent vel valin gæðavín eða bjór heim með matnum. Þannig mætti jafnvel auka veltuna nóg til að halda velli í gegnum stærsta skaflinn. Í haust tóku handverksbrugghús undir og skoruðu samhliða á ráðherra að tryggja rétt smáframleiðenda til sölu á framleiðslustað. Brugghúsin höfðu að miklu leyti reitt sig á heimsóknir ferðamanna, enda fá vörur þeirra lítið pláss í ríkisbúðinni. Með breytingunni mætti því verja afkomu fjölda frumkvöðlafyrirtækja og starfsfólks þeirra, oft í brothættum byggðum úti á landi. Ráðherra svaraði kallinu í lok september, en í samráðsgátt eru nú frumvarpsdrög um jafnræði í áfengisverslun. Málið er mikilvægt, enda núverandi ástand óviðunandi. Í dag geta Íslendingar nefnilega keypt áfengi í netverslun án takmarkana, líkt og á öllu EES-svæðinu, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar ríkisins. Eina skilyrðið er að netverslunin sé erlend, enda íslensk netverslun með áfenga drykki bönnuð með lögum. Ef íslensk smábrugghús vilja selja Íslendingum vörur sínar löglega gegnum netið þarf því að senda þær með flugvél eða skipi til útlanda, þaðan sem þær eru svo sendar strax aftur til Íslands gegnum erlenda netverslun. Rökin fyrir þessu fyrirkomulagi eru lýðheilsusjónarmið. Afleiðingarnar eru hins vegar augljósar. Aukið kolefnisspor og tekjutap íslenskra framleiðenda, auk skekktrar samskeppnisstöðu við erlend fyrirtæki. Líklega hefur aldrei verið mikilvægara en nú að styðja við nýsköpun og tryggja frjóan jarðveg fyrir lítil fyrirtæki. Frumvarp ráðherra gæti hleypt lífi í mörg fyrirtæki og tryggt störf. Næsta rökrétta skref væri svo auðvitað að hleypa áfenginu í hillur kaupmannsins á horninu og styrkja stöðu hans gagnvart stóru risunum, sem deila bílastæði með útibúi ÁTVR. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar