Fundu lyfjaleifar við Klettagarða, í Tjörninni og í Kópavogslæk Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 12:11 Sænskir vísindamenn við sýnatöku við Klettagarða. Umhverfisstofnun Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska. Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska.
Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira