Fundu lyfjaleifar við Klettagarða, í Tjörninni og í Kópavogslæk Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2020 12:11 Sænskir vísindamenn við sýnatöku við Klettagarða. Umhverfisstofnun Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska. Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Leifar af ýmsum lyfjum og hormónum fundust í sýnum sem voru tekin úr hafinu við Kletttagarði í Reykjavík, í Tjörninni og í Kópavogslæk. Efnin eru á evrópskum vaktlista yfir efni sem eru talin ógn við vatnaumhverfi. Þrjú efni af sextán sem eru á vaktlista Evrópusambandsins fundust við sýnatökurnar hér. Það voru Ciprofloxacin og Diclofenac sem finnast í sýkla- og bólgueyðandi lyfjum. Þá fannst kvenhormónið estrógen í öllum sýnunum sem voru tekin. Engin skordýra- eða plöntuvarnarefni á listanum fundust hér, að því er segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, verkefnisstjóri vatnaumhverfis hjá Umhverfisstofnun, segir að lyfjaleifarnar berist að öllum líkindum út í yfirborðsvatn úr fráveitu. Við Klettagarða sé aðalfráveituuppsprettan í Reykjavík og leifar sem finnast í Tjörninni og Kópavogslæk benda til þess að gamlar fráveitulagnir leki. „Það eru gamlar lagnir allt þarna í kring. Ég veit að það hefur verið farið í framkvæmdir á lögnum bæði í Kópavogi og í kringum Tjörnina til að koma í veg fyrir leka en það er greinilega ennþá vinna sem þarf að fara þarna fram. Það eru gamlar lagnir sérstaklega í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hún. Í flestum tilfellum segir Aðalbjörg að fólk skili lyfjunum út í fráveitukerfið í gegnum þvag en einnig sé mögulegt að einhverjir losi sig við leifar af lyfjum ofan í klósettið. Beinir hún því til fólks að gera það alls ekki og koma öllum afgangslyfjum í apótek sem tryggja að þeim sé fargað á öruggan hátt. Efnin sem fundust við skimunina komu úr alls konar lyfjum, þar á meðal sé mikið af kynhormónum, flogaveikislyfjum, geðlyfjum, sýklalyfjum og bólgueyðandi lyfjum. Aðalbjörg segir að estrógenið sem fannst í öllum sýnunum sé líklega upprunið í getnaðarvarnapillunni. Alls fundust níu efni sem eru á vaktlista sænskra yfirvalda í sýnunum. Þar á meðal voru efni sem er að finna í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem eru tekin við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Getur raskað hegðun dýra Vísbendingar eru um að efnin á vaktlistunum geti haft skaðleg áhrif á lífríki í hafi og vötnum. Tilgangur mælinganna er meðal annars að meta útbreiðslu lyfjaleifa og áhrif þeirra á lífríkið betur. Aðalbjörg segir að nýleg rannsókn í Noregi bendi til þess að ákveðin geðlyf geti raskað hegðun sandsíla. Þau verði svifaseinni og því líklegri til þess að verða öðrum dýrum að bráð. Helsta áhyggjuefni segir Aðalbjörg svonefnd kokteiláhrif, þegar leifar úr ólíkum lyfjum blandast saman í vatni. „Þá er lífríkið útsett fyrir mörgum lyfjum og margvísleg áhrif geta komið fram. Það er bara illa þekkt en það eru vísbendingar um að það sé skaðlegt,“ segir hún. Önnur hætta er að lyfjaónæmar bakteríur berist út í umhverfið samhliða lyfjaleifunum. Vaxandi áhyggjur eru af bakteríum sem hefðbundin lyf eins og sýklalyfið pensilín bíta ekki á. „Ef lyfjaónæmar bakteríur komast aftur til baka til okkar, til dæmis í gegnum fisk sem við neytum og fáum aftur inn í líkamann, getur það valdið lyfjaónæmi hjá mönnum,“ segir hún. Rannsóknir á lyfjaleifum í vatni á Íslandi eru tiltölulega skammt á veg komnar en þetta var aðeins í annað skipti sem sýnataka af þessu tagi fer fram. Árið 2018 voru sýni tekin í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af sextán á evrópska vaktlistanum og fimmtán af þeim sænska.
Umhverfismál Lyf Reykjavík Kópavogur Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira