Langþreyttur á biðinni og sagði löggunni að sekta sig Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2020 07:00 Sigtryggur A. Magnússon leigubílstjóri neitaði að fara eftir tilmælum lögreglunnar og sagði henni að gera svo vel og sekta sig. Hann hefði þá eitthvað í höndnum. visir/vilhelm Sigtryggur A. Magnússon stöðvarstjóri á City Taxa segir að leigubílsstjórarnir sem kærðir voru af lögreglu fyrir dólgshátt og það að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu, hafi hver um sig fengið 20 þúsund króna sekt. Hann sjálfur var þeirra á meðal en stöðin ætlar að greiða sektina. Enda var um einskonar prófmál að ræða að sögn Sigtryggs. Fram kom á dögunum að lögreglan hafi gert alvarlegar athugasemdir við framgöngu og ökulag nokkra leigubílsstjóra í miðborginni. Þeir hafa verið sakaðir um dólgshátt og brot á umferðarlögum. Vafasamt háttalag þeirra mátti sjá í öryggismyndavélum og voru fjórir þeirra kærðir. Allir eru þeir hjá City Taxa. Að sögn leigubílsstjóra City Taxa er um að ræða lið í talsvert stærra máli sem snýr að stæðamálum í miðborginni. Auk þess hafi talsverð örvænting gripið um sig innan stéttarinnar. Hrun blasi við. Menn reyna að bjarga sér hver sem betur getur „Menn hafa verið að reyna að bjarga sér með því að taka þessa tvo tíma sem eru að gefa okkur nokkrar krónur á virkum dögum, þegar fólk er að fara í matsölustaðina,“ segir Sigtryggur. Hann lýsir því að hann og hans menn hjá City Taxa megi aðeins staðsetja sig neðst í Hverfisgötunni, í rennunni þar. „En Hreyflarnir eru búnir að fylla rennurnar strax. Hreyfill, sem er einnig með aðstöðu við Hlemm, Aðalstrætið og svo neðst í Hverfisgötunni eru með 400 bíla. Og BSR er með Lækjargötuna.“ Hjá City Taxa eru 30 bílstjórar skráðir og Sigtryggur segir að þeim sé þröngt sniðinn stakkurinn í miðborginni. Og það gremjulega við þetta sé að búið er, að sögn Sigtryggs, að úrskurða um það hjá borgarlögmanni að einkaleyfi hinna stöðvanna gagnvart þeim stæðum sem leigubílar eru með í Reykjavík sé ólöglegt. „Sektaðu mig þá!“ „Borgarlögmaður úrskurðaði í því máli. Ég var búinn að vera í sambandi við hann vegna þessa. Svo hringdi hann í mig og sagðist vita til að við værum mestu ærslabelgirnir í að mótmæla og bað um mánaðarfrest. Nú eru komnir átta eða níu mánuðir en það á að gefa samgönguráðuneytinu færi á að úrskurða aftur. Meðan eigum við að keyra í hringi. Liggur við að það sé sagt við okkur að við megum ekki vera til.“ Varðandi atvikið sem kom upp um síðustu helgi þá segir Sigtryggur það tengjast þessari þröngu stöðu. Lögregluþjónn kom að honum þar sem hann var á bíl sínum og krafðist þess að hann færði sig. „Sagði að ég vissi að ef ég færði ekki bílinn, og færi eftir tilmælunum, þá myndi hann sekta mig. „Sektaðu mig þá!“ sagði ég þá við lögregluþjóninn. Þá get ég í það minnsta farið með eitthvað blað niður í samgönguráðuneyti. Og hættið þessu kjaftæði. Ég skrifaði undir sektina.“ Sigtryggur vísar þarna til þess að hann hafi ekki fengið nein skýr svör, heldur aðeins undanbrögð frá hinu opinbera í því máli er snýr að stæðum fyrir leigubílana. Slagur um stæðin í miðborginni Eins og Vísir hefur þegar greint frá er víða sótt að leigubílsstjórum nú um mundir. Tekjur þeirra hafa hrapað niður um á að giska 70 prósent. Sigtryggur segir allt þetta rétt og meira til. En hann og hans menn hafi hingað til náð að plumma sig á tímum Covid en það sé vegna þess að þeir gefa upp tekjur sínar einu sinni á ári. Og þá sé búið að reikna út kostnað og laun, plúsa og mínusa. „En við eigum ekki rétt á atvinnuleysisbótum,“ segir Sigtryggur sem sat fund með umhverfis- og samgöngunefnd á dögunum þar um. Fjarfund. Þar hafi hann tjáð sig með afgerandi hætti. Lýst því að þessi hlutabótaleið gengi ekki hvað leigubílsstjóra snerti. Það gegndi öðru máli með leigubílsstjóra og til að mynda flugstjóra sem þyrftu ekki að leggja inn atvinnuleyfin sín til að fá hlutabótaleið. Ef leigubílsstjórar leggja inn leyfi sín þá séu þeir búnir að missa réttindi sín alveg að tilteknum tíma liðnum. Miklar afpantanir þungt kjaftshögg „Daginn sem Covid skall á hurfu fyrirframpantanir frá erlendum farþegum, sem við höfum sinnt, 500 Keflavíkurferðir, afpantaðar á einu bretti. Dágott kjaftshögg sem við fengum. margir af okkur bílstjórum. Sigtryggur A. Magnússon leigubílstjóri segir að leigubílsstjórar séu nú að róa lífróður, þeim eru nánast allar bjargir bannaðar í því ástandi sem uppi eru. Og fá úrræði sem þeim bjóðast.visir/vilhelm Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis er að tala fyrir hönd sinnar stöðvar. Almennur hugsunargangur hjá okkur hefur verið, eftir síðasta hrun, sá að þá tóku margir okkar bílstjóra að vera á aðeins ódýrari bílum en vera með bílana skuldlausa. Þegar það lokaðist fyrir vinnuna var ég ekki með neinn svona svaka kostnað nema tryggingarnar sem eru brjálæðislegar.“ Þeir hjá City Taxa eru mest í þessum miðborgarakstri að sögn Sigtryggs. „Við erum ekki að mæta mikið í Keflavík til að taka þessa litlu vinnu sem Keflvíkingarnir hafa í gegnum Leifsstöð. En það munar alla um að missa 90 prósent tekna sinna. Við fáum ekkert í staðinn.“ Telur rafskúturnar gróðrarstíu fyrir Covid-smit Að sögn Sigtryggs er sótt að greininni úr bókstaflega öllum háttum. Hann segir rafskúturnar, sem nú eru um 1100 í Reykjavík, taka veruleg viðskipti frá leigubílsstjórum. Og hann hefur reyndar lagt inn sérstakt erindi til samgöngumálaráðuneytisins, kvörtun þar sem hann fer yfir það að stöð hans hafi haft samband við sóttvarnarlækni sem og Ríkislögreglustjóra. Sigtryggur telur engan vafa á því leika að rafskúturnar séu stórhættulegar hvað hugsanleg covid-smit varðar. Þeim sé stillt upp sérstaklega fyrir utan veitingahúsin sem þó eru opin, og svo komi gestir misvel á sig komnir og fari á hjólin, sem svo ganga manna á milli.visir/vilhelm Í erindi Sigtryggs til ráðuneytisins, en hann hefur sent samskonar erindi til sóttvarnarlæknis sem og Ríkislögreglustjóra, kvartar hann undan því að Hopp rafskútum hafi verið komið sérstaklega fyrir að kvöldi til fyrir framan þá veitingastaði sem eru opnir. Í tugavís. Þetta segir Sigtryggur gróðrastíu fyrir Covidsmit. „Fólk fer beint á hjólin undir áhrifum áfengis. Alveg á eyrunum. Svo skipta hjólin um hendur, ganga svo manna á milli án þess að vera sótthreinsuð. Ég hef horft á tugi manna fara á eitt og sama hjólið,“ segir Sigtryggur sem telur einsýnt að þetta sé smitleið sem ekki hafi verið hugað að. Smit sem ekki er hægt að rekja með góðu móti. Erindið hefur verði móttekið af hálfu ráðuneytisins og er þá þar væntanlega til skoðunar. Eitt og annað sem þrengir að leigubílsstjórum Hörgull á stæðum fyrir bíla City Taxa og rafskúturnar eru hreint ekki það eina sem gerir Sigtryggi gramt í geði. Hann nefnir eitt og annað til sögunnar sem þrengja að hag leigubílsstjóra. Það er ekki eitt, það er allt. Sótt er að leigubílstjórum úr öllum áttum nú um stundir.visir/vilhelm Honum lýst afar illa á hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar um að opna fyrir Uber á Íslandi. Það telur hann ávísun á mikil vandræði; leigubílsstjórar þurfi að vera með hreint sakavottorð og hlýta ströngum skilmálum til að fá sín leyfi. Sem tryggi ákveðið öryggi sem er fyrir bý með Uber, að mati Sigtryggs. Annað sem er eitur í beinum Sigtryggs og leigubílstjóra almennt eru skutlararnir. Sigtryggur segir að það hafi komið upp mál í vikunni, „allt brjálað“ þar sem hópur erlendra ríkisborgara voru teknir við Leifsstöð, menn sem ekki hafa leyfi til fólksflutninga en þeir hafi boðið ferðina til Reykjavíkur á átta þúsund krónur. Sem er nokkuð sem leyfisskyldir leigubílsstjórar geti ekki keppt við. Leigubílar Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Lögreglumál Rafskútur Veitingastaðir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Sigtryggur A. Magnússon stöðvarstjóri á City Taxa segir að leigubílsstjórarnir sem kærðir voru af lögreglu fyrir dólgshátt og það að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu, hafi hver um sig fengið 20 þúsund króna sekt. Hann sjálfur var þeirra á meðal en stöðin ætlar að greiða sektina. Enda var um einskonar prófmál að ræða að sögn Sigtryggs. Fram kom á dögunum að lögreglan hafi gert alvarlegar athugasemdir við framgöngu og ökulag nokkra leigubílsstjóra í miðborginni. Þeir hafa verið sakaðir um dólgshátt og brot á umferðarlögum. Vafasamt háttalag þeirra mátti sjá í öryggismyndavélum og voru fjórir þeirra kærðir. Allir eru þeir hjá City Taxa. Að sögn leigubílsstjóra City Taxa er um að ræða lið í talsvert stærra máli sem snýr að stæðamálum í miðborginni. Auk þess hafi talsverð örvænting gripið um sig innan stéttarinnar. Hrun blasi við. Menn reyna að bjarga sér hver sem betur getur „Menn hafa verið að reyna að bjarga sér með því að taka þessa tvo tíma sem eru að gefa okkur nokkrar krónur á virkum dögum, þegar fólk er að fara í matsölustaðina,“ segir Sigtryggur. Hann lýsir því að hann og hans menn hjá City Taxa megi aðeins staðsetja sig neðst í Hverfisgötunni, í rennunni þar. „En Hreyflarnir eru búnir að fylla rennurnar strax. Hreyfill, sem er einnig með aðstöðu við Hlemm, Aðalstrætið og svo neðst í Hverfisgötunni eru með 400 bíla. Og BSR er með Lækjargötuna.“ Hjá City Taxa eru 30 bílstjórar skráðir og Sigtryggur segir að þeim sé þröngt sniðinn stakkurinn í miðborginni. Og það gremjulega við þetta sé að búið er, að sögn Sigtryggs, að úrskurða um það hjá borgarlögmanni að einkaleyfi hinna stöðvanna gagnvart þeim stæðum sem leigubílar eru með í Reykjavík sé ólöglegt. „Sektaðu mig þá!“ „Borgarlögmaður úrskurðaði í því máli. Ég var búinn að vera í sambandi við hann vegna þessa. Svo hringdi hann í mig og sagðist vita til að við værum mestu ærslabelgirnir í að mótmæla og bað um mánaðarfrest. Nú eru komnir átta eða níu mánuðir en það á að gefa samgönguráðuneytinu færi á að úrskurða aftur. Meðan eigum við að keyra í hringi. Liggur við að það sé sagt við okkur að við megum ekki vera til.“ Varðandi atvikið sem kom upp um síðustu helgi þá segir Sigtryggur það tengjast þessari þröngu stöðu. Lögregluþjónn kom að honum þar sem hann var á bíl sínum og krafðist þess að hann færði sig. „Sagði að ég vissi að ef ég færði ekki bílinn, og færi eftir tilmælunum, þá myndi hann sekta mig. „Sektaðu mig þá!“ sagði ég þá við lögregluþjóninn. Þá get ég í það minnsta farið með eitthvað blað niður í samgönguráðuneyti. Og hættið þessu kjaftæði. Ég skrifaði undir sektina.“ Sigtryggur vísar þarna til þess að hann hafi ekki fengið nein skýr svör, heldur aðeins undanbrögð frá hinu opinbera í því máli er snýr að stæðum fyrir leigubílana. Slagur um stæðin í miðborginni Eins og Vísir hefur þegar greint frá er víða sótt að leigubílsstjórum nú um mundir. Tekjur þeirra hafa hrapað niður um á að giska 70 prósent. Sigtryggur segir allt þetta rétt og meira til. En hann og hans menn hafi hingað til náð að plumma sig á tímum Covid en það sé vegna þess að þeir gefa upp tekjur sínar einu sinni á ári. Og þá sé búið að reikna út kostnað og laun, plúsa og mínusa. „En við eigum ekki rétt á atvinnuleysisbótum,“ segir Sigtryggur sem sat fund með umhverfis- og samgöngunefnd á dögunum þar um. Fjarfund. Þar hafi hann tjáð sig með afgerandi hætti. Lýst því að þessi hlutabótaleið gengi ekki hvað leigubílsstjóra snerti. Það gegndi öðru máli með leigubílsstjóra og til að mynda flugstjóra sem þyrftu ekki að leggja inn atvinnuleyfin sín til að fá hlutabótaleið. Ef leigubílsstjórar leggja inn leyfi sín þá séu þeir búnir að missa réttindi sín alveg að tilteknum tíma liðnum. Miklar afpantanir þungt kjaftshögg „Daginn sem Covid skall á hurfu fyrirframpantanir frá erlendum farþegum, sem við höfum sinnt, 500 Keflavíkurferðir, afpantaðar á einu bretti. Dágott kjaftshögg sem við fengum. margir af okkur bílstjórum. Sigtryggur A. Magnússon leigubílstjóri segir að leigubílsstjórar séu nú að róa lífróður, þeim eru nánast allar bjargir bannaðar í því ástandi sem uppi eru. Og fá úrræði sem þeim bjóðast.visir/vilhelm Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis er að tala fyrir hönd sinnar stöðvar. Almennur hugsunargangur hjá okkur hefur verið, eftir síðasta hrun, sá að þá tóku margir okkar bílstjóra að vera á aðeins ódýrari bílum en vera með bílana skuldlausa. Þegar það lokaðist fyrir vinnuna var ég ekki með neinn svona svaka kostnað nema tryggingarnar sem eru brjálæðislegar.“ Þeir hjá City Taxa eru mest í þessum miðborgarakstri að sögn Sigtryggs. „Við erum ekki að mæta mikið í Keflavík til að taka þessa litlu vinnu sem Keflvíkingarnir hafa í gegnum Leifsstöð. En það munar alla um að missa 90 prósent tekna sinna. Við fáum ekkert í staðinn.“ Telur rafskúturnar gróðrarstíu fyrir Covid-smit Að sögn Sigtryggs er sótt að greininni úr bókstaflega öllum háttum. Hann segir rafskúturnar, sem nú eru um 1100 í Reykjavík, taka veruleg viðskipti frá leigubílsstjórum. Og hann hefur reyndar lagt inn sérstakt erindi til samgöngumálaráðuneytisins, kvörtun þar sem hann fer yfir það að stöð hans hafi haft samband við sóttvarnarlækni sem og Ríkislögreglustjóra. Sigtryggur telur engan vafa á því leika að rafskúturnar séu stórhættulegar hvað hugsanleg covid-smit varðar. Þeim sé stillt upp sérstaklega fyrir utan veitingahúsin sem þó eru opin, og svo komi gestir misvel á sig komnir og fari á hjólin, sem svo ganga manna á milli.visir/vilhelm Í erindi Sigtryggs til ráðuneytisins, en hann hefur sent samskonar erindi til sóttvarnarlæknis sem og Ríkislögreglustjóra, kvartar hann undan því að Hopp rafskútum hafi verið komið sérstaklega fyrir að kvöldi til fyrir framan þá veitingastaði sem eru opnir. Í tugavís. Þetta segir Sigtryggur gróðrastíu fyrir Covidsmit. „Fólk fer beint á hjólin undir áhrifum áfengis. Alveg á eyrunum. Svo skipta hjólin um hendur, ganga svo manna á milli án þess að vera sótthreinsuð. Ég hef horft á tugi manna fara á eitt og sama hjólið,“ segir Sigtryggur sem telur einsýnt að þetta sé smitleið sem ekki hafi verið hugað að. Smit sem ekki er hægt að rekja með góðu móti. Erindið hefur verði móttekið af hálfu ráðuneytisins og er þá þar væntanlega til skoðunar. Eitt og annað sem þrengir að leigubílsstjórum Hörgull á stæðum fyrir bíla City Taxa og rafskúturnar eru hreint ekki það eina sem gerir Sigtryggi gramt í geði. Hann nefnir eitt og annað til sögunnar sem þrengja að hag leigubílsstjóra. Það er ekki eitt, það er allt. Sótt er að leigubílstjórum úr öllum áttum nú um stundir.visir/vilhelm Honum lýst afar illa á hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar um að opna fyrir Uber á Íslandi. Það telur hann ávísun á mikil vandræði; leigubílsstjórar þurfi að vera með hreint sakavottorð og hlýta ströngum skilmálum til að fá sín leyfi. Sem tryggi ákveðið öryggi sem er fyrir bý með Uber, að mati Sigtryggs. Annað sem er eitur í beinum Sigtryggs og leigubílstjóra almennt eru skutlararnir. Sigtryggur segir að það hafi komið upp mál í vikunni, „allt brjálað“ þar sem hópur erlendra ríkisborgara voru teknir við Leifsstöð, menn sem ekki hafa leyfi til fólksflutninga en þeir hafi boðið ferðina til Reykjavíkur á átta þúsund krónur. Sem er nokkuð sem leyfisskyldir leigubílsstjórar geti ekki keppt við.
Leigubílar Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Skipulag Lögreglumál Rafskútur Veitingastaðir Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira