Telja sig hafa fundið uppruna ólyktar sem truflað hefur Hafnfirðinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 15:44 Umrædd bikstöð er rauðmerkt á myndinni. Mynd/Já.is Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira