Telja sig hafa fundið uppruna ólyktar sem truflað hefur Hafnfirðinga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2020 15:44 Umrædd bikstöð er rauðmerkt á myndinni. Mynd/Já.is Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira
Malbikunarfyrirtækið Hlaðbær-Colas telur sig hafa fundið uppruna ólyktar sem plagað hefur nágranna bikstöðvar fyrirtækisins að Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Fyrirtækið hyggst ráðast í aðgerðir vegna málsins en varar íbúa við að umbætur geti tekið langan tíma. Greint var frá því í Fjarðarfréttum í dag að íbúar í nánd við suðurhöfnina í Hafnarfirði hafi kvartað yfir mikill lyktarmengun frá olíutönkum malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas við Óseyrarbraut. Er þar fullyrt lyktin hafi verið svo sterkt að börn í nágrenni hafi ekki getað verið úti. Nýtt bik virðist vera sökudólgurinn Í tilkynningu frá Hlaðbæ-Colas sem send var fjölmiðlum vegna málsins segir að fyrirtækið hafi að undanförnu móttekið kvartanir vegna ólyktar frá bikstöðinni. Er þar rakið að fyrirtækið og forveri þess hafi rekið stöðina á staðnum í 46 ár. Aldrei hafi kvartanir borist fyrr en í sumar. Fyrirtækið fór að kanna málið og telur það sig nú hafa komist til botns í málinu. „Undanfarna áratugi hefur fyrirtækið flutt inn og notað bik sem á uppruna sinn í Venúsúela en aðstæður þar í landi hafa orðið til þess að í sumar hefur komið til okkar bik með annan uppruna. Virðist það vera að nýja bikið beri með sér öðruvísi og meiri lykt en við eigum að venjast. Sambærilegar kvartanir hafa verið að koma upp hjá öðrum fyrirtækjum sem nýta þetta sama bik og því tengjum við kvartanir við hráefnið sjálft frekar en tanka fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Þrennt til skoðunar Segir fyrirtækið jafnframt að því miður sé ástandið í samfélaginu þannig nú vegna kórónuveirunnar að samdráttur sé í malbiksframleiðslu, því fari bikið hægar út en gera mætti ráð fyrir í venjulegu árferði. Því sé enn drjúgur skammtur af umræddu biki eftir í tönkunum. Fyrirtækið skoði þó hvað sé hægt að gera til þess að draga úr lyktinni, þrjú atriði séu til sérstakrar skoðunar „1) Rætt hefur verið við birgja okkar í Evrópu sem mun svara á næstunni um hvaða biktegund verður flutt til Íslands á næsta ári. 2) Fyrirtækið hefur síðustu vikur verið að skoða möguleika á hreinsibúnaði sem fangar bikgufur úr lofttúðum tanka og hreinsar með kolasíum. Við höfum fundið hentugan búnað frá tveimur framleiðendum í Evrópu. Það mun taka um 4-6 mánuði að fá búnaðinn afhentan og þá á eftir að tengja hann við tanka fyrirtækisins en stefnt er að því að klára það fyrir næstu vertíð. 3) Unnið er að hönnun á nýju afgreiðslukerfi (þar sem dælt er á bíla sem sækja efni) og verður það staðsett norðan megin á lóðinni fjær íbúðabyggð en nú er. Jafnframt verður nýja kerfið með afsogsbúnaði og samskonar kolahreinsun og fyrir tankana. Þessi framkvæmd er mjög kostnaðarsöm og ekki er gert ráð fyrir að henni verði lokið fyrr en síðla árs 2021. Okkur hjá Hlaðbæ Colas þykir mjög leiðinlegt að fyrirtækið sé að valda þessari truflun á lífi nágranna okkar og starfsmanna en því miður er starfsemin þess eðlis að umbætur sem þessar taka lengri tíma en við hefðum sjálf óskað.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Hafnarfjörður Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Sjá meira