Varaforsetaefni takast á í kappræðum Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 23:01 Mike Pence og Kamala Harris Vísir/AP Uppfært klukkan 06:01: Kappræðunum er lokið en horfa má á í þær í spilaranum neðst í fréttinni. Þau Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og varaforsetaframbjóðandi, munu mætast í kappræðum í nótt. Við hefðbundnar kringumstæður fá kappræður varaforsetaefna temmilega litla athygli en við búum ekki við hefðbundnar kringumstæður. Þó þykir líklegt að kappræðurnar verði hefðbundnari en kappræður Donald Trumps og Joe Bidens. Fylgjast má með kappræðunum í spilaranum neðst í fréttinni en þær eiga að hefjast klukkan eitt í nótt. Kappræðunum hefur verið lýst sem þeim mikilvægustu í sögu Bandaríkjanna og AP fréttaveitan segir elstu menn ekki muna eftir meiri eftirvæntingu fyrir kappræður varaforseta. AP nefnir einni þann raunhæfa möguleika að í báðum tilfellum gætu þau Pence og Harris þurft að taka við forsetaembættinu með stuttum fyrirvara og því sé það mikilvægt fyrir kjósendur að mynda sér skoðun á þeim tveimur. Donald Trump er 74 ára gamall og smitaður af Covid-19. Joe Biden, sem er 77 ára, yrði elsti forseti í sögu Bandaríkjanna við embættistöku, ef hann yrði kosinn. Kórónuveiran verður fyrirferðarmikil Þó farið verði yfir mörg málefni þykir ljóst að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar verði mikið ræddur. Mike Pence mun líklegast verja miklum tíma í vörn í þeim málaflokki og þá sérstaklega með tilliti til þess að Trump setti hann yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Rúmlega 210 þúsund manns hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Meira en nokkursstaðar annarsstaðar. Sjá einnig: Biden vex ásmegin í könnunum Til marks um þau áhrif sem faraldurinn mun hafa á kappræðurnar má benda á að Pence og Harris verða á bakvið gegnsæjar skjólveggi en Pence hefur verið í samskiptum við starfsmenn Hvíta hússins sem hafa smitast af Covid-19 á undanförnum dögum. Þá verða allir í salnum skyldugir til að bera grímur. Annars verður þeim vikið út. Þessi maður var að þrífa skjólveggina sem aðskilja frambjóðendurna í kappræðunum í dag.AP/Julio Cortrez Frá því Trump sneri aftur í Hvíta húsið á dögunum, hefur hann reynt að breyta umræðunni um Covid-19 og haldið því fram að faraldurinn sé ekki það alvarlegur. Bandaríkjamenn eigi ekki að láta hann hafa áhrif á líf þeirra. Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Í umfjöllun New York Times segir að vangaveltur séu uppi um hvort Pence muni taka undir það og segja eitthvað á þá leið. Kannanir sýni að Bandaríkjamenn séu alls ekki sammála heilt yfir. Pence mun líklegast einnig þurfa að svara fyrir hegðun forsetans í kjölfar þess að hann greindist smitaður. Að hann hafi farið af sjúkrahúsinu, gert lítið úr hættunni og grafið undan grímunotkun, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Hver er þessi Kamala? Harris mun þá þurfa að svara fyrir stefnumál hennar og Bidens, sem Pence mun mála sem mjög frjálslyndar. Fylgjast má með kappræðunum hér að neðan og eiga þær að hefjast klukkan eitt í nótt. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Uppfært klukkan 06:01: Kappræðunum er lokið en horfa má á í þær í spilaranum neðst í fréttinni. Þau Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður og varaforsetaframbjóðandi, munu mætast í kappræðum í nótt. Við hefðbundnar kringumstæður fá kappræður varaforsetaefna temmilega litla athygli en við búum ekki við hefðbundnar kringumstæður. Þó þykir líklegt að kappræðurnar verði hefðbundnari en kappræður Donald Trumps og Joe Bidens. Fylgjast má með kappræðunum í spilaranum neðst í fréttinni en þær eiga að hefjast klukkan eitt í nótt. Kappræðunum hefur verið lýst sem þeim mikilvægustu í sögu Bandaríkjanna og AP fréttaveitan segir elstu menn ekki muna eftir meiri eftirvæntingu fyrir kappræður varaforseta. AP nefnir einni þann raunhæfa möguleika að í báðum tilfellum gætu þau Pence og Harris þurft að taka við forsetaembættinu með stuttum fyrirvara og því sé það mikilvægt fyrir kjósendur að mynda sér skoðun á þeim tveimur. Donald Trump er 74 ára gamall og smitaður af Covid-19. Joe Biden, sem er 77 ára, yrði elsti forseti í sögu Bandaríkjanna við embættistöku, ef hann yrði kosinn. Kórónuveiran verður fyrirferðarmikil Þó farið verði yfir mörg málefni þykir ljóst að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar verði mikið ræddur. Mike Pence mun líklegast verja miklum tíma í vörn í þeim málaflokki og þá sérstaklega með tilliti til þess að Trump setti hann yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Rúmlega 210 þúsund manns hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Meira en nokkursstaðar annarsstaðar. Sjá einnig: Biden vex ásmegin í könnunum Til marks um þau áhrif sem faraldurinn mun hafa á kappræðurnar má benda á að Pence og Harris verða á bakvið gegnsæjar skjólveggi en Pence hefur verið í samskiptum við starfsmenn Hvíta hússins sem hafa smitast af Covid-19 á undanförnum dögum. Þá verða allir í salnum skyldugir til að bera grímur. Annars verður þeim vikið út. Þessi maður var að þrífa skjólveggina sem aðskilja frambjóðendurna í kappræðunum í dag.AP/Julio Cortrez Frá því Trump sneri aftur í Hvíta húsið á dögunum, hefur hann reynt að breyta umræðunni um Covid-19 og haldið því fram að faraldurinn sé ekki það alvarlegur. Bandaríkjamenn eigi ekki að láta hann hafa áhrif á líf þeirra. Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins Í umfjöllun New York Times segir að vangaveltur séu uppi um hvort Pence muni taka undir það og segja eitthvað á þá leið. Kannanir sýni að Bandaríkjamenn séu alls ekki sammála heilt yfir. Pence mun líklegast einnig þurfa að svara fyrir hegðun forsetans í kjölfar þess að hann greindist smitaður. Að hann hafi farið af sjúkrahúsinu, gert lítið úr hættunni og grafið undan grímunotkun, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Hver er þessi Kamala? Harris mun þá þurfa að svara fyrir stefnumál hennar og Bidens, sem Pence mun mála sem mjög frjálslyndar. Fylgjast má með kappræðunum hér að neðan og eiga þær að hefjast klukkan eitt í nótt.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39 Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Kamala gerir gæfumuninn, segir Magnús sem spáði rétt 2016 Magnús Ólafsson sá fyrir sigur Trump á sínum tíma. Hann rýnir nú í stöðuna fyrir Vísi og greinir. Lesturinn gæti reynst huggun þeim sem hafa áhyggjur af öðrum fjórum árum með Trump í stóli forseta Bandaríkjanna. 4. október 2020 10:01
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. 1. október 2020 12:39
Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30