Handbolti

Elvar fór á kostum og Bjarki skoraði sex gegn lands­liðs­þjálfaranum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Örn Jónsson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/TF-Images

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk er Magdeburg skellti Fuchse Berlín, 32-22, í þýska handboltanum í dag. Eitt marka Ómars kom úr vítakasti.

Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Magdeburg en liðið er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina.

Bjarki Már Elísson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Lemgo en hann var markahæsti leikmaður liðsins með sex mörk er Lemgo tapaði á útivelli fyrir Melsungen, 27-21.

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari Melsungen en Arnar Freyr Arnarsson er á mála hjá Melsungen. Hann komst ekki á blað fyrir liðið sem er með fjögur stig en Lemgo er með tvö stig.

Oddur Grétarsson skoraði þrjú mörk, þar af tvö af vítapunktinum, er Balingen tapaði fyrir FRISCH AUF! Göppingen 28-23. Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen. Balingen án stiga en Göppingen með tvö stig en þetta var þeirra fyrsti leikur.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk og Ýmir Örn Gíslason eitt er Rhein Neckar Löwen vann tveggja marka sigur, 26-24, á Eulen Ludwigshafen. Ljónin eru með fjögur stig.

Elvar Örn Jónsson var markahæsti maður Skjern með sex mörk er Skjern vann þriggja marka sigur, 29-26, á Lemvig-Thybøren. Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14. Skjern með sjö stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×